Viðskipti erlent

Tölvur á 25 þúsund krónur seldust upp á 20 mínútum

Tölvuframleiðandinn Asus hefur sett á markaðinn fyrstu örtölvu sína, Eee pc., og er eftirspurnin gríðarleg. Tölvan kostar aðeins 25 þúsund krónur og fyrstu 200 eintökin seldust upp á 20 mínútum í einni versluninni.

Asus er staðsett á Taívan og þessi nýja tölva þeirra vegur undir einu kílói og er með sjö tommu skerm. Hún fæst í útgáfunum 2G, 4G, 4G Surf og 8G.

Eee pc. kemur með Linux en einnig er hægt að keyra Windows XP á henni. Reiknað er með að sala á Eee pc. hefjist í Evrópu með vorinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×