Kavíar í kvöldmatinn Einar Már Jónsson skrifar 22. október 2008 05:00 Um daginn hringdi ég til vinkonu minnar sem býr í smábæ í Suður-Frakklandi; bóndi hennar er yfirmaður í fyrirtæki sem hefur mikil umsvif í Austur-Evrópu og ræður yfir alls kyns verksmiðjum á víð og dreif frá Hvíta-Rússlandi til Svarta-Hafsins, og var ég orðinn dálítið kvíðinn yfir velferð fjölskyldunnar í þeirri kreppu sem virðist ætla að vaða yfir allt. En vinkona mín hló bara og sagðist ekki hafa neinar áhyggjur, allt væri í himnalagi, og til marks um það sagði hún að kvöldið áður hefði maðurinn hennar borðað með öðrum yfirmönnum fyrirtækisins og fleiri í einhvers konar forstjóra-dinner, og hefði þar á borðum verið kavíar og að auki humar og jarðsveppir. En til upplýsinga fyrir fáfróða Mörlanda má geta þess að „jarðsveppir" eru ein fágætasta og dýrasta tegund ætisveppa, þeir vaxa neðanjarðar og þarf sveitir af sérþjálfuðum svínum til að þefa þá uppi; því eru þeir yfirleitt ekki á borðum annarra en heldri manna sem lifa í vellystingum praktuglega. Ég gladdist yfir bjartsýni vinkonu minnar, en hún virðist ekki vera einsdæmi á þessum slóðum. Svo er ekki að sjá að kreppan sé á nokkurn hátt farin að snerta franskan almenning í hans daglega lífi, enginn stór franskur banki hefur enn riðað til falls, atvinnuleysi fór að vísu að aukast í ágúst, en ekki meira en gerist og gengur, og flestir láta sér ófarir kauphallarbraskara í léttu rúmi liggja. Menn fylgjast með kreppunni annars staðar í fjölmiðlum, eins og þeir væru að skoða nýja halastjörnu úti í geimnum, og því má skjóta hér inn að franskir fjölmiðlar fjalla nú um ástandið á Íslandi nokkuð ítarlega en af samúð og skilningi líkt og þeir myndu gera ef Hengill væri skyndilega farinn að gjósa, Hveragerði í hættu og mikið öskufall hafið í Reykjavík (á brambolt Englendinga heyri ég sáralítið minnst). Menn sýna þessu ástandi talsverðan áhuga, viðurkenna jafnframt að þeir skilji hvorki upp né niður í ósköpunum, en þrátt fyrir yfirlýsingar sumra um að þeir hafi áhyggjur varðandi framtíðina, er eins og þetta sé allt hálfóraunverulegt í augum almennings. Og engin reiði hefur enn gripið neins staðar um sig, það liggur jafnvel við að einstaka mönnum finnist þetta ástand gott straff á frjálshyggjumenn. Aðeins einn angi af þessu ástandi er stöðugt milli tannanna á fólki. Sú saga gengur nú að þegar einhverjir forstjórar pöntuðu hótelherbergi í Bandaríkjunum á kreppuárunum upp úr 1929 hafi þeir gjarnan verið spurðir: „Er það til að sofa eða til að stökkva?" Og ef það var til að stökkva var þeim vísað til gistingar einhvers staðar á efri hæðunum. En því er svo bætt við að nú sé það ekki annað en hættulaust sport fyrir forstjóra að hoppa og skoppa að vild, og það sé allt að þakka hinni merku nýjung nútímans „forgylltu fallhlífunum". Þetta orð, sem mér er nær að halda að sé eitt algengasta orð franskrar tungu þessa stundina, er sem sé notað á einu bretti yfir alla þá bónusa, sporslur, aukagreiðslur, biðlaun, eftirlaun og annað sem forstjórar stórfyrirtækja og samsteypa skammta sjálfum sér þegar þeir hætta störfum, einkum og sér í lagi eftir að hafa komið þessum sömu fyrirtækjum á kaldakol. Og þar sem flestir hlutir í Frakklandi enda með vísnasöng hefur hinn vinsæli söngvari Alain Souchon látið frá sér fara sönglag sem ber heitið „Forgyllta fallhlífin" og er nú þegar fáanlegt á netinu en mun koma út á geisladisk 1. desember. Söngvarinn byrjar á formála þar sem segir: „Fyrirtækið sekkur, en forstjórinn fær miljónir og aftur miljónir; hann drífur sig suður í hitabeltið, borðar kókoshnetur með toppmódelum og syndir í tæru vatni." En svo tekur við einsöngur í orðastað forstjórans sjálfs á baðströndum heitu landanna, undir blíðlegu og exótísku lagi: „Farið heil gjallarhorn, farið heil mótmælaspjöld, farið heilir trúnaðarmenn verklýðsfélaga, nú er það sólskin og kalypsó fyrir mig. Fyrirtækið sökk en ég flýt í sælunni (...). Einn daginn voru hlutabréfin í frjálsu falli og ég í fallhlíf." Að sögn blaða tína þúsund manns þetta lag út úr netinu á hverjum einasta klukkutíma, og raula vafalaust margir með. En hvað gerist næst? Fyrir skömmu birtist ritstjórnargrein í hægra blaðinu „Le Figaro", þar sem sagt var að um leið og ríkisvaldið væri búið að leysa vandamál kreppunnar ætti það að draga sig umsvifalaust út úr efnahags- og fjármálalífinu. Þetta þýðir á mæltu máli að um leið og almenningur verði búinn að borga brúsann, greiða tjónið sem varð þegar spilaborgirnar hrundu, eigi fjárglæframennirnir að fá að byrja sama leikinn aftur upp á nýtt. En ef það gerist að almenningur fer fyrir alvöru að finna fyrir afleiðingunum af kreppunni í sínu daglega lífi, eins og nú eru horfur á, geta víst fáir séð fyrir hvaða lög hann tekur upp á að raula. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun
Um daginn hringdi ég til vinkonu minnar sem býr í smábæ í Suður-Frakklandi; bóndi hennar er yfirmaður í fyrirtæki sem hefur mikil umsvif í Austur-Evrópu og ræður yfir alls kyns verksmiðjum á víð og dreif frá Hvíta-Rússlandi til Svarta-Hafsins, og var ég orðinn dálítið kvíðinn yfir velferð fjölskyldunnar í þeirri kreppu sem virðist ætla að vaða yfir allt. En vinkona mín hló bara og sagðist ekki hafa neinar áhyggjur, allt væri í himnalagi, og til marks um það sagði hún að kvöldið áður hefði maðurinn hennar borðað með öðrum yfirmönnum fyrirtækisins og fleiri í einhvers konar forstjóra-dinner, og hefði þar á borðum verið kavíar og að auki humar og jarðsveppir. En til upplýsinga fyrir fáfróða Mörlanda má geta þess að „jarðsveppir" eru ein fágætasta og dýrasta tegund ætisveppa, þeir vaxa neðanjarðar og þarf sveitir af sérþjálfuðum svínum til að þefa þá uppi; því eru þeir yfirleitt ekki á borðum annarra en heldri manna sem lifa í vellystingum praktuglega. Ég gladdist yfir bjartsýni vinkonu minnar, en hún virðist ekki vera einsdæmi á þessum slóðum. Svo er ekki að sjá að kreppan sé á nokkurn hátt farin að snerta franskan almenning í hans daglega lífi, enginn stór franskur banki hefur enn riðað til falls, atvinnuleysi fór að vísu að aukast í ágúst, en ekki meira en gerist og gengur, og flestir láta sér ófarir kauphallarbraskara í léttu rúmi liggja. Menn fylgjast með kreppunni annars staðar í fjölmiðlum, eins og þeir væru að skoða nýja halastjörnu úti í geimnum, og því má skjóta hér inn að franskir fjölmiðlar fjalla nú um ástandið á Íslandi nokkuð ítarlega en af samúð og skilningi líkt og þeir myndu gera ef Hengill væri skyndilega farinn að gjósa, Hveragerði í hættu og mikið öskufall hafið í Reykjavík (á brambolt Englendinga heyri ég sáralítið minnst). Menn sýna þessu ástandi talsverðan áhuga, viðurkenna jafnframt að þeir skilji hvorki upp né niður í ósköpunum, en þrátt fyrir yfirlýsingar sumra um að þeir hafi áhyggjur varðandi framtíðina, er eins og þetta sé allt hálfóraunverulegt í augum almennings. Og engin reiði hefur enn gripið neins staðar um sig, það liggur jafnvel við að einstaka mönnum finnist þetta ástand gott straff á frjálshyggjumenn. Aðeins einn angi af þessu ástandi er stöðugt milli tannanna á fólki. Sú saga gengur nú að þegar einhverjir forstjórar pöntuðu hótelherbergi í Bandaríkjunum á kreppuárunum upp úr 1929 hafi þeir gjarnan verið spurðir: „Er það til að sofa eða til að stökkva?" Og ef það var til að stökkva var þeim vísað til gistingar einhvers staðar á efri hæðunum. En því er svo bætt við að nú sé það ekki annað en hættulaust sport fyrir forstjóra að hoppa og skoppa að vild, og það sé allt að þakka hinni merku nýjung nútímans „forgylltu fallhlífunum". Þetta orð, sem mér er nær að halda að sé eitt algengasta orð franskrar tungu þessa stundina, er sem sé notað á einu bretti yfir alla þá bónusa, sporslur, aukagreiðslur, biðlaun, eftirlaun og annað sem forstjórar stórfyrirtækja og samsteypa skammta sjálfum sér þegar þeir hætta störfum, einkum og sér í lagi eftir að hafa komið þessum sömu fyrirtækjum á kaldakol. Og þar sem flestir hlutir í Frakklandi enda með vísnasöng hefur hinn vinsæli söngvari Alain Souchon látið frá sér fara sönglag sem ber heitið „Forgyllta fallhlífin" og er nú þegar fáanlegt á netinu en mun koma út á geisladisk 1. desember. Söngvarinn byrjar á formála þar sem segir: „Fyrirtækið sekkur, en forstjórinn fær miljónir og aftur miljónir; hann drífur sig suður í hitabeltið, borðar kókoshnetur með toppmódelum og syndir í tæru vatni." En svo tekur við einsöngur í orðastað forstjórans sjálfs á baðströndum heitu landanna, undir blíðlegu og exótísku lagi: „Farið heil gjallarhorn, farið heil mótmælaspjöld, farið heilir trúnaðarmenn verklýðsfélaga, nú er það sólskin og kalypsó fyrir mig. Fyrirtækið sökk en ég flýt í sælunni (...). Einn daginn voru hlutabréfin í frjálsu falli og ég í fallhlíf." Að sögn blaða tína þúsund manns þetta lag út úr netinu á hverjum einasta klukkutíma, og raula vafalaust margir með. En hvað gerist næst? Fyrir skömmu birtist ritstjórnargrein í hægra blaðinu „Le Figaro", þar sem sagt var að um leið og ríkisvaldið væri búið að leysa vandamál kreppunnar ætti það að draga sig umsvifalaust út úr efnahags- og fjármálalífinu. Þetta þýðir á mæltu máli að um leið og almenningur verði búinn að borga brúsann, greiða tjónið sem varð þegar spilaborgirnar hrundu, eigi fjárglæframennirnir að fá að byrja sama leikinn aftur upp á nýtt. En ef það gerist að almenningur fer fyrir alvöru að finna fyrir afleiðingunum af kreppunni í sínu daglega lífi, eins og nú eru horfur á, geta víst fáir séð fyrir hvaða lög hann tekur upp á að raula.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun