Viðskipti erlent

Nýr bankastjóri og nýtt nafn á Glitni í Noregi

Nýr bankastjóri hefur verið ráðinn að Glitni Bank ASA í Noregi og jafnframt mun nafni bankans verða breytt í BNbank.

Samkvæmt tilkynningu um málið er nýi bankastjórinn hin 45 ára gamla Lisbet K. Nærö sem var áður fjármálastjóri hjá SpareBank. Hún tekur við hinu nýja starfi sínu þann 12. janúar.

Lisbet er menntaður hagfræðingur frá Norges Handelshöyskole í Bergen, stundaði laganám við Háskólann í Bergen og hefur MBA gráðu frá Central Florida háskólanum. Þar að auki stundaði hún framhaldsnám við Harvard Business School í Boston.

Aðalfundur hjá Glitni Bank ákvað samhliða ráðningu Lisbet að sækja um fyrrgreinda nafnabreytingu til fjármálaeftirlits Noregs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×