Ógnir og tækifæri Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2009 06:00 Allar götur frá því að efnahagskerfið hrundi í haust hefur legið í loftinu að ein af afleiðingum hrunsins yrðu verulegir fólksflutningar úr landi, jafnvel að því marki að grípa ætti til hugtaksins fólksflótta. Reynslan sýnir enda að kreppa veldur fólksflutningum, hvar, hvenær og hvers vegna sem hún skellur á. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Icesave-skuldbindingarnar er á það bent að miklir fólksflutningar úr landi gætu þyngt skuldabyrði landsmanna. Á þessi varnaðarorð ber að hlusta en ljóst er að erfitt getur reynst að spá fyrir bæði um umfang fólksflutninga og afleiðingar á allan hátt. Þegar síldarstofninn hrundi á árunum 1968 til 1970 fluttu á sjöunda þúsund manns af landi brott og í efnahagsþrengingunum um og upp úr 1990 fluttu milli fjögur og fimm þúsund manns af landi brott. Ekki virðist vera skýr mynd af því að hve miklu leyti þessir stóru hópar skiluðu sér aftur heim. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, metur það svo að allt að 10 þúsund manns munu hugsanlega flytjast af landi brott á næstu árum, umfram þá sem hingað flytjast. Þetta er nálægt þremur prósentum þjóðarinnar. Að mati Stefáns yrði sá fólksflutningur vissulega blóðtaka en fólksflutningar þyrftu að ná um fimm prósentum til þess að geta talist reiðarslag fyrir samfélagið. Vissulega liggur beint við að álykta sem svo að skuldbindingar verði því þyngri sem þeir eru færri sem bera þær. Þarna verður þó að taka fleiri breytur með í reikninginn. Þótt líklegast sé að það dragi úr landsframleiðslu í nokkuð réttu hlutfalli við brottflutning fólks þá getur hitt einnig gerst að framleiðsluaukning verði á hvern mann við það að fækkar í atvinnuvegum sem kunna að vera ofmannaðir. Á þetta bendir Guðmundur Jónsson, prófessor í hagsögu. Oft er sagt að heimurinn hafi minnkað síðustu áratugi vegna stóraukinna samskipta milli landa. Þessi þróun hefur leitt af sér flutninga milli landa. Meðal margs ungs fólks þykir það nánast jafnsjálfsagt og að afla sér grunnmenntunar að flytjast burt frá Íslandi til náms eða starfa um lengri eða skemmri tíma. Flest þetta fólk skilar sér aftur heim, reynslunni ríkari, og skilar þeirri reynslu með einhverjum hætti til samfélagsins. Fólk hefur alla tíð flust milli landa og efnahagsástand er einn þeirra þátta sem veldur slíkum flutningum. Þetta reyndum við Íslendingar á eigin skinni á undangengnum árum þegar fjölmargir, hvaðanæva að úr heiminum, sóttu hingað til lands vegna þess að hér var næga atvinnu að fá. Nú snýst þetta við og Íslendingar halda út í heim í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Víst er að fólksflutningar frá Íslandi verður blóðtaka í samfélaginu á næstu árum. Þeir munu hafa áhrif á líf þeirra sem fara, fjölskyldna þeirra og á samfélagið allt. Víst er einnig að einhver hluti þeirra sem flyst af landi brott mun ekki skila sér aftur heim. Þess verður þó að gæta að ala ekki á óþarfa ótta við fólksflótta og því síður á því að þeir sem flytjist af landi brott séu á einhvern hátt að hlaupast undan merkjum. Við búum hér í samfélagi þar sem hver og einn á talsvert val um það hvernig hann hagar lífi sínu og hvar hann býr. Í því felast fleiri tækifæri en ógnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Allar götur frá því að efnahagskerfið hrundi í haust hefur legið í loftinu að ein af afleiðingum hrunsins yrðu verulegir fólksflutningar úr landi, jafnvel að því marki að grípa ætti til hugtaksins fólksflótta. Reynslan sýnir enda að kreppa veldur fólksflutningum, hvar, hvenær og hvers vegna sem hún skellur á. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Icesave-skuldbindingarnar er á það bent að miklir fólksflutningar úr landi gætu þyngt skuldabyrði landsmanna. Á þessi varnaðarorð ber að hlusta en ljóst er að erfitt getur reynst að spá fyrir bæði um umfang fólksflutninga og afleiðingar á allan hátt. Þegar síldarstofninn hrundi á árunum 1968 til 1970 fluttu á sjöunda þúsund manns af landi brott og í efnahagsþrengingunum um og upp úr 1990 fluttu milli fjögur og fimm þúsund manns af landi brott. Ekki virðist vera skýr mynd af því að hve miklu leyti þessir stóru hópar skiluðu sér aftur heim. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, metur það svo að allt að 10 þúsund manns munu hugsanlega flytjast af landi brott á næstu árum, umfram þá sem hingað flytjast. Þetta er nálægt þremur prósentum þjóðarinnar. Að mati Stefáns yrði sá fólksflutningur vissulega blóðtaka en fólksflutningar þyrftu að ná um fimm prósentum til þess að geta talist reiðarslag fyrir samfélagið. Vissulega liggur beint við að álykta sem svo að skuldbindingar verði því þyngri sem þeir eru færri sem bera þær. Þarna verður þó að taka fleiri breytur með í reikninginn. Þótt líklegast sé að það dragi úr landsframleiðslu í nokkuð réttu hlutfalli við brottflutning fólks þá getur hitt einnig gerst að framleiðsluaukning verði á hvern mann við það að fækkar í atvinnuvegum sem kunna að vera ofmannaðir. Á þetta bendir Guðmundur Jónsson, prófessor í hagsögu. Oft er sagt að heimurinn hafi minnkað síðustu áratugi vegna stóraukinna samskipta milli landa. Þessi þróun hefur leitt af sér flutninga milli landa. Meðal margs ungs fólks þykir það nánast jafnsjálfsagt og að afla sér grunnmenntunar að flytjast burt frá Íslandi til náms eða starfa um lengri eða skemmri tíma. Flest þetta fólk skilar sér aftur heim, reynslunni ríkari, og skilar þeirri reynslu með einhverjum hætti til samfélagsins. Fólk hefur alla tíð flust milli landa og efnahagsástand er einn þeirra þátta sem veldur slíkum flutningum. Þetta reyndum við Íslendingar á eigin skinni á undangengnum árum þegar fjölmargir, hvaðanæva að úr heiminum, sóttu hingað til lands vegna þess að hér var næga atvinnu að fá. Nú snýst þetta við og Íslendingar halda út í heim í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Víst er að fólksflutningar frá Íslandi verður blóðtaka í samfélaginu á næstu árum. Þeir munu hafa áhrif á líf þeirra sem fara, fjölskyldna þeirra og á samfélagið allt. Víst er einnig að einhver hluti þeirra sem flyst af landi brott mun ekki skila sér aftur heim. Þess verður þó að gæta að ala ekki á óþarfa ótta við fólksflótta og því síður á því að þeir sem flytjist af landi brott séu á einhvern hátt að hlaupast undan merkjum. Við búum hér í samfélagi þar sem hver og einn á talsvert val um það hvernig hann hagar lífi sínu og hvar hann býr. Í því felast fleiri tækifæri en ógnir.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun