Handbolti

Víkingur og Afturelding skildu jöfn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjálmar Þór Arnarson skoraði tvö mörk fyrir Víking í kvöld.
Hjálmar Þór Arnarson skoraði tvö mörk fyrir Víking í kvöld. Mynd/Stefán

Víkingur og Afturelding skildu í kvöld jöfn í 1. deild karla, 23-23. Þar með tapaði Afturelding sínu fyrsta stigi í deildinni í haust.

Þessi lið mættust fyrir stuttu í bikarkeppninni og þá fögnuðu Víkingar sigri. Staðan í hálfleik í kvöld var 12-12.

Óttar F. Pétursson og Davíð Georgsson skoruðu hvor fimm mörk fyrir Víking í kvöld. Hreiðar Haraldsson og Sveinn Þorgeirsson komu næstir með fjögur mörk.

Jóhann Jóhannsson skoraði flest mörk fyrir Aftureldingu eða sjö talsins. Bjarni Aron Þórðarson kom næstur með sex og Þrándur Gíslason sokraði fjögur.

Afturelding er á toppi deildarinnar með ellefu stig eftir sex leiki og Víkingur er í þriðja sætinu með sjö stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×