„Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 20:19 Benedikt Guðmundsson að fara yfir málin í leik kvöldsins Vísir/Jón Gautur Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Þetta var fyrsti sigur liðsins í tvö ár og Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var ánægður eftir leik. „Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum. EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira
„Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum.
EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira