De Rossi, goðsögn hjá félaginu, tók við stjórnartaumunum eftir að José Mourinho var látinn fara. De Rossi var hins vegar sparkað eftir að Roma hafði aðeins náð í þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Serie A á leiktíðinni.
Í hans stað kom Ivan Jurić en nú, átta leikjum síðar, er Jurić einnig horfinn á braut. Króatanum tókst engan veginn að breyta gengi liðsins og eftir 3-2 tap á heimavelli gegn Bologna er Roma í 12. sæti með 13 stig.
Í yfirlýsingu félagsins er Jurić þakkað fyrir góð störf við erfiðar kringumstæður. Félagið sé þegar byrjað að leita að nýjum aðalþjálfara og það megi búast við yfirlýsingu þess efnis á næstu dögum.
Önnur úrslit
- Atalanta 2-1 Udinese
- Fiorentina 3-1 Verona
- Monza 0-1 Lazio