Viðskipti erlent

Gríðarlegt tap hjá Lloyds

Gordon Brown er sagður hafa átt hugmyndina að sameiningu Loyds og HBOS.
Gordon Brown er sagður hafa átt hugmyndina að sameiningu Loyds og HBOS.

Breski bankinn Lloyds, sem er að hluta í eigu breska ríkisins, tapaði fjórum milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins.

Tapið er rakið til sameiningar Lloyds og HBOS sem ákveðin var í kjölfar efnahagshrunsins. Í uppgjöri bankans sem birt var í dag kemur fram að lán bankans sem illa gengur að fá greidd hafi fimmfaldast á tímabilinu og er það mun meira en áætlanir ríkisstjórnarinnar höfðu gert ráð fyrir.

Áttatíu prósent þeirra lána sem um ræðir voru veitt af HBOS bankanum áður en bankarnir voru sameinaðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×