Handbolti

Fjórðungsúrslitin klárast í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon og félagar í Fram mæta Völsurum í kvöld.
Halldór Jóhann Sigfússon og félagar í Fram mæta Völsurum í kvöld. Mynd/Anton

Í kvöld fara fram síðari tveir leikirnir í fjórðungsúrslitum karla í Eimskipsbikarkeppni karla í handbolta.

1. deildarliðs Víkings tekur á móti Gróttu sem kom upp í úrvalsdeildina nú í vor. Víkingar slógu út Aftureldingu í síðustu umferrð en Grótta lagði Stjörnuna. Það má því búast við hörkuviðureign í Víkinni.

Þá verður á sama tíma stórleikur Reykjavíkurveldanna Vals og Fram í Vodafone-höllinni. Bæði lið leika í N1-deild karla en þar hafa liðin átt ólíku gengi að fagna.

Valur er í öðru sæti deildarinnar en missti reyndar toppsætið til Hauka er liðið tapaði fyrir Akureyri á útivelli í síðustu viku.

Framarar eru hins vegar í neðsta sæti deildarinnar og hafa ekki unnið leik í deildinni síðan í byrjun nóvember. Það er reyndar eini sigurleikur liðsins í deildinni til þessa.

Báðir leikir hefjast klukkan 19.30 en það skal einnig tekið fram að báðir leikir verða í beinni útsendingu á sporttv.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×