Hagtölur frá Kína valda mikilli hækkun á álverði 16. júlí 2009 08:54 Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%. Á þriðjudag stóð tonnið á álinu á markaðinum í London í 1.570 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga en í morgun var það komið í tæpa 1.650 dollara. Fram að þessum tíma hafði verðið rokkað í kringum 1.550 dollara um töluvert skeið. Fleiri málmar og hrávörur hafa hækkað í kjölfar þess að hagtölurnar í Kína voru birtar í gærdag. Þannig greinir börsen.dk frá því að verð á kopar hafi hækkað þrjá daga í röð á markaðinum í Shanghai og sé nú það hæsta undanfarin mánuð. Kína er stærsti innflytjandi heimsins á kopar. Að sögn Gordon Kwan forstöðumanns orkurannsókna hjá Mirae Asset Securtities hefur bílasala í Kína verið meiri en menn áttu von á og að víða í stærstum borgum Kína megi nú sjá auglýsingar þar sem nýir bílar eru auglýstir til sölu með vaxtalausum lánum. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%. Á þriðjudag stóð tonnið á álinu á markaðinum í London í 1.570 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga en í morgun var það komið í tæpa 1.650 dollara. Fram að þessum tíma hafði verðið rokkað í kringum 1.550 dollara um töluvert skeið. Fleiri málmar og hrávörur hafa hækkað í kjölfar þess að hagtölurnar í Kína voru birtar í gærdag. Þannig greinir börsen.dk frá því að verð á kopar hafi hækkað þrjá daga í röð á markaðinum í Shanghai og sé nú það hæsta undanfarin mánuð. Kína er stærsti innflytjandi heimsins á kopar. Að sögn Gordon Kwan forstöðumanns orkurannsókna hjá Mirae Asset Securtities hefur bílasala í Kína verið meiri en menn áttu von á og að víða í stærstum borgum Kína megi nú sjá auglýsingar þar sem nýir bílar eru auglýstir til sölu með vaxtalausum lánum.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira