Líknarsamtök fá helming af fé sínu úr Kaupþingi 22. apríl 2009 09:09 Bresku barna líknarsamtökin Naomi House munu fá helming af þeim 5,7 milljónum punda sem þau áttu inn í Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi endurgreidd eða sem svarar til um 500 miljóna kr. Naomi House sem staðsett eru í Sutton Scotney í Hampskíri annast heimahjúkrun fyrir langveik eða dauðvona börn í nærliggjandi héruðum. Rekstur þeirra hefur verið erfiður og þurft hefur að draga úr starfsemi samtakanna eftir að Kaupþing komst í þrot í haust og bresk stjórnvöld yfirtóku Singer & Friedlander bankann. Í frétt um málið á BBC segir að Naomi House þurfi þó að bíða töluvert eftir upphæðinni eða allt að þrjú ár. Prófessor Khalid Aziz formaður Naomi House hvetur bresk stjórnvöld til að aðstoða samtökin meðan þau bíða eftir fé sínu og hann útilokar ekki að enn frekar þurfi að draga úr starfsemi samtakanna. Fyrir utan heimahjúkrun rekur Naomi House einnig sjúkrahótel fyrir skjólstæðinga sína. Þarf hefur einnig þurft að beita niðurskurði vegna skorts á rekstrarfé. Aziz nefnir sem dæmi nýtt slíkt hótel sem ber nafnið Jacksplace. „Upphaflega ætluðum við að vera með sjúkrarúm fyrir sex einstaklinga þar en líklega höfum við ekki ráð nema á þremur plássum," segir Aziz. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bresku barna líknarsamtökin Naomi House munu fá helming af þeim 5,7 milljónum punda sem þau áttu inn í Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi endurgreidd eða sem svarar til um 500 miljóna kr. Naomi House sem staðsett eru í Sutton Scotney í Hampskíri annast heimahjúkrun fyrir langveik eða dauðvona börn í nærliggjandi héruðum. Rekstur þeirra hefur verið erfiður og þurft hefur að draga úr starfsemi samtakanna eftir að Kaupþing komst í þrot í haust og bresk stjórnvöld yfirtóku Singer & Friedlander bankann. Í frétt um málið á BBC segir að Naomi House þurfi þó að bíða töluvert eftir upphæðinni eða allt að þrjú ár. Prófessor Khalid Aziz formaður Naomi House hvetur bresk stjórnvöld til að aðstoða samtökin meðan þau bíða eftir fé sínu og hann útilokar ekki að enn frekar þurfi að draga úr starfsemi samtakanna. Fyrir utan heimahjúkrun rekur Naomi House einnig sjúkrahótel fyrir skjólstæðinga sína. Þarf hefur einnig þurft að beita niðurskurði vegna skorts á rekstrarfé. Aziz nefnir sem dæmi nýtt slíkt hótel sem ber nafnið Jacksplace. „Upphaflega ætluðum við að vera með sjúkrarúm fyrir sex einstaklinga þar en líklega höfum við ekki ráð nema á þremur plássum," segir Aziz.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira