Handbolti

U-21 árs landsliðið tapaði naumlega gegn Argentínu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Oddur Grétarsson.
Oddur Grétarsson. Mynd/Anton

Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í handbolta töpuðu 23-25 gegn Argentínu í fjórða leik sínum á lokakeppni Heimsmeistaramóts U-21 árs landsliða sem nú stendur yfir í Egyptalandi en staðan í hálfleik var 12-13 Argentínu í vil.

Tapið þýðir að íslensku strákarnir komast ekki áfram í milliriðil þar sem Egyptaland, Þýskaland og Argentína fara þangað en íslenska liðið spilar lokaleik sinn í mótinu á morgun gegn katar.

Oddur Grétarsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með sex mörk en Rúnar Kárason og Ásbjörn Friðriksson skoruðu fimm mörk hvor og Ólafur Gústavsson skoraði fjögur mörk.

Þá varði Aron Rafn Eðvarsson tíu skot fyrir íslenska liðið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×