Viðskipti erlent

Hlutir í JJB Sports hækka um 41% eftir samninga

Hlutir í íþróttavörukeðjunni JJB Sports hækkuðu um 41% á markaðinum í London eftir að tilkynnt var að keðjan hefði náð samkomulagi við leigusala sína um breytingar á húsleigu verslana keðjunnar. Kaupþing er meðal helstu lánadrottna JJB Sports.

Með samkomulaginu tókst JJB Sports að komast hjá greiðslustöðvun. „Fundurinn með leigusölunum var árangursríkur en 99% þeirra samþykktu breytt fyrirkomulag," segir Richard Fleming talsmaður KPMG sem var JJB Sports til ráðgjafar í málinu í samtali við Reuters.

Leigusalar hafa áður hafnað svipuðum beiðnum frá öðrum verslanakeðjum en ástandið í berska verslunargeiranum er nú þannig að allra leiða er leitað til að halda verslunum gangandi. Leigusalar JJB Sports minnka húsleigu sína auk þess að greiðslur á henni verða nú mánaðarlega í stað þess að vera einu sinni á ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×