Viðskipti erlent

Alcoa tapar 63 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi

Álver Alcoa á Reyðarfirði.
Álver Alcoa á Reyðarfirði. Mynd/GVA

Álframleiðandinn Alcoa, sem meðal annars á Fjarðarál á Reyðarfirði, tapaði 497 milljónum dollara, jafnvirði um 63 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins en fyrirtækið var einnig rekið með tapi ársfjórðunginn þar á undan.

Álverð hefur farið hríðlækkandi síðan efnahagssamdrátturinn hófst í fyrra og ræður þar miklu um samdráttur í bílaframleiðslu.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC verður að líkindum 13 prósentum starfsfólks Alcoa sagt upp störfum, eða þrettán þúsund manns, til að mæta tapinu en í allt vinna um 100.000 manns hjá fyrirtækinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×