Umfjöllun: Valsstúlkur enn á sigurbraut Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2009 16:30 Mynd/Arnþór Valur tók á móti Fylki að Hlíðarenda í N1-deild kvenna í dag. Heimastúlkur sigruðu gestina örugglega, 28-19. Fyrir leikinn höfðu Valsstúlkur unnið alla sína leiki og með fullt hús stiga. Það varð engin breyting þar á í dag og allt eftir bókinni. Fylkir þurfti á sigri að halda til að komast nær toppliðunum en eins og við mátti búast reyndist Valur allt of stór biti fyrir gestina. Fylkisstúlkur mættu grimmar til leiks og leiddu leikinn fyrstu tuttugu minúturnar. Flottur sóknarleikur og sterk vörn komu heimastúlkum í opna skjöldu. Valur var að gera klaufamistök, lélegar sendingar og sóknarleikurinn ósannfærandi á tímabili. En eftir að Valur jafnaði leikinn þá voru þær loks komnar í gang og leiddu í hálfleik, 13-10. Heimastúlkur héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og var aldrei hætta á öðru en þær færu með öll stigin úr þessum leik. Liðið kom mun ákveðnara og baráttuglaðara út eftir leikhlé. Vörnin var mjög góð og skoruðu gestirnir ekki nema þrjú mörk fyrstu þrettán mínúturnar í síðari hálfleik. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega en eftir að þær gáfu forystuna þá var ekki aftur snúið fyrir þær. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður gestanna hélt þeim þó inn í leiknum með góðum markvörslum. Það virtist sem þær höfðu ekki nógu mikla trú á verkefninu og heimastúlkur rúlluðu yfir þær í lokin. Lokatölur sem fyrr segir, 28-19. Valur - Fylkir 28 - 19 (13-10) Mörk Vals (skot): Rebekka Rut Skúladóttir 4(6), Kristín Guðmundsdóttir 4(8), Hrafnhildur Skúladóttir 3(9), Hildigunnur Einarsdóttir 3(6), Íris Ásta Pétursdóttir 3(5), Ágústa Edda Björnsdóttir 1(3), Anna Guðmundsdóttir 1(1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir: 11/2, Sunneva Einarsdóttir 2.Hraðaupphlaup: Íris Ásta 2, Hildigunnur, Hrafnhildur, Katrín Andrésdóttir, Elsa Rut.Fiskuð víti: Anna Ursúla 2, Katrín Andrésar, Rebekka Rut, Hildigunnur, Hranfhildur, Elsa Rut.Utan vallar: 8. mín. Mörk Fylkis (skot): Sunna Jónsdóttir 7(17), Sunnar María Einarsdóttir 3(8), Sigríður Hauksdóttir 3(4), Ela Kowal 3(4), Hildur Harðardóttir 2( 5), Elín Helga Jónsdóttir 1(3).Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir: 15.Hraðaupphlaup: Sigríður Hauksdóttir.Fiskuð víti: Ela Kowal, Sigríður Hauksdóttir, Elín Helga Jóndsóttir, Sunnar María Einarsdóttir.Utan vallar: 6 mín Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, áttu fínan dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Valur tók á móti Fylki að Hlíðarenda í N1-deild kvenna í dag. Heimastúlkur sigruðu gestina örugglega, 28-19. Fyrir leikinn höfðu Valsstúlkur unnið alla sína leiki og með fullt hús stiga. Það varð engin breyting þar á í dag og allt eftir bókinni. Fylkir þurfti á sigri að halda til að komast nær toppliðunum en eins og við mátti búast reyndist Valur allt of stór biti fyrir gestina. Fylkisstúlkur mættu grimmar til leiks og leiddu leikinn fyrstu tuttugu minúturnar. Flottur sóknarleikur og sterk vörn komu heimastúlkum í opna skjöldu. Valur var að gera klaufamistök, lélegar sendingar og sóknarleikurinn ósannfærandi á tímabili. En eftir að Valur jafnaði leikinn þá voru þær loks komnar í gang og leiddu í hálfleik, 13-10. Heimastúlkur héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og var aldrei hætta á öðru en þær færu með öll stigin úr þessum leik. Liðið kom mun ákveðnara og baráttuglaðara út eftir leikhlé. Vörnin var mjög góð og skoruðu gestirnir ekki nema þrjú mörk fyrstu þrettán mínúturnar í síðari hálfleik. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega en eftir að þær gáfu forystuna þá var ekki aftur snúið fyrir þær. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður gestanna hélt þeim þó inn í leiknum með góðum markvörslum. Það virtist sem þær höfðu ekki nógu mikla trú á verkefninu og heimastúlkur rúlluðu yfir þær í lokin. Lokatölur sem fyrr segir, 28-19. Valur - Fylkir 28 - 19 (13-10) Mörk Vals (skot): Rebekka Rut Skúladóttir 4(6), Kristín Guðmundsdóttir 4(8), Hrafnhildur Skúladóttir 3(9), Hildigunnur Einarsdóttir 3(6), Íris Ásta Pétursdóttir 3(5), Ágústa Edda Björnsdóttir 1(3), Anna Guðmundsdóttir 1(1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir: 11/2, Sunneva Einarsdóttir 2.Hraðaupphlaup: Íris Ásta 2, Hildigunnur, Hrafnhildur, Katrín Andrésdóttir, Elsa Rut.Fiskuð víti: Anna Ursúla 2, Katrín Andrésar, Rebekka Rut, Hildigunnur, Hranfhildur, Elsa Rut.Utan vallar: 8. mín. Mörk Fylkis (skot): Sunna Jónsdóttir 7(17), Sunnar María Einarsdóttir 3(8), Sigríður Hauksdóttir 3(4), Ela Kowal 3(4), Hildur Harðardóttir 2( 5), Elín Helga Jónsdóttir 1(3).Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir: 15.Hraðaupphlaup: Sigríður Hauksdóttir.Fiskuð víti: Ela Kowal, Sigríður Hauksdóttir, Elín Helga Jóndsóttir, Sunnar María Einarsdóttir.Utan vallar: 6 mín Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, áttu fínan dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira