Handbolti

N1-deild kvenna: FH vann Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sunna Jónsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fylki en það dugði ekki til í kvöld.
Sunna Jónsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fylki en það dugði ekki til í kvöld. Mynd/Anton

Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í gærkvöldi. FH vann góðan sigur á Fylki á heimavelli og náði þar með fjögurra stiga forskoti á Árbæinga í deildinni. FH er með tíu stig í fimmta sæti en Fylkir í því sjötta með sex.

FH vann leikinn með sjö marka mun, 32-25, en staðan í hálfleik var 18-13, FH í vil.

Þær Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir og Gunnur Sveinsdóttir skoruðu níu mörk hvor fyrir FH og Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir varði 25 skot fyrir liðið í markinu.

Hjá Fylki var Sunna Jónsdóttir markahæst með sjö mörk. Sunna María Einarsdóttir kom næst með fimm. Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í markinu og varði 32 skot en það dugði þó ekki til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×