Handbolti

Hrafnhildur: Sannfærð um að við tökum þær næst

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir.
Hrafnhildur Skúladóttir. Mynd/Arnþór

„Við erum enn taplausar og ættum að geta komist á toppinn fyrir jól nema að við misstigum okkur eitthvað illa. Við vorum annars ekki að spila vel í kvöld en það var gott að við náðum að halda okkur inni í leiknum allan tímann," sagði Hrafnhildur Skúladóttir sem skoraði fjögur mörk fyrir Val í 21-21 jafntefli liðsins gegn Fram í toppbaráttuleik N1-deildar kvenna í handbolta í kvöld.

Hrafnhildur telur að Valsliðið eigi enn mikið inni og eigi bara eftir að vera sterkara og sterkara þegar líða tekur á tímabilið.

„Við þurfum náttúrulega að gera eitthvað í þessum sóknarleik hjá okkur því hann var bara slakur en vörnin var fín og markvarslan góð. Við höldum annars bara áfram að vinna í okkar leik og ég er sannfærð um að við munum taka þær næst," sagði Hrafnhildur ákveðin að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×