Viðskipti erlent

Danmörk með hæsta verðlag af ESB ríkjunum

Eurostat hefur birt skýrslu um verðlag í ríkjum ESB árið 2008. Í ljós kom að á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins er verðlag hæst í Danmörku, eða 41% hærra en meðalverðlag ríkjanna 27.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að eftir Danmörku komi Írland og Finnland með um fjórðungi hærra verðlag en meðalverðlag ríkjanna. Lægst var verðlagið í Búlgaríu, Rúmeníu, Litháen og Póllandi eða um 51-69% af meðalverðlagi.

Samkvæmt skýrslunni er ódýrast að fara í verslunarferð til Bretlands ef ætlunin er að kaupa fatnað og rafmagnstæki, en verð á þessum vöruflokkum er lægst þar, eða 83-86% af meðalverðlagi, en dýrust eru föt í Finnlandi 23% yfir meðallagi og rafmagnstæki á Möltu, fjórðungi yfir meðallagi.

Dýrast er svo að gista á hótelum og borða á veitingahúsum í Danmörku, en ódýrast í Búlgaríu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×