Handbolti

Pálmar: Orð formanns dómaranefndar segja meira en ég get sagt

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Pálmar Pétursson, markvörður FH.
Pálmar Pétursson, markvörður FH. Mynd/Stefán

„Svekkelsið er rosalegt því mér fannst við verskulda það að fara áfram. Ég var ekki að finna mig í leiknum en Daníel átti frábæra innkomu í markinu í dag." sagði Húsvíkingurinn, Pálmar Pétursson eftir tap gegn Haukum í dag.

Pálmar var ósáttur með dómgæsluna og á meðan að viðtali stóð labbaði formaður dómaranefndar HSÍ framhjá og sagði að þetta hefði sennilega ekki verið réttur dómur í lokin þegar að boltinn var dæmdur af FH-ingum.

„Þetta er erfiður leikur og maður vill ekkert vera hrauna mikið yfir þá því það er mikil pressa í svona leikjum. Mér fannst samt í dag eins og að þeir væru að passa sig á því að dæma ekki með okkur. Mér fannst þeir ekki halda sömu línunni í framlenginunni. Maður er bara alltaf svekktur eftir svona leiki."

„Við vorum einu marki undir og boltinn dæmdur af okkur. Og þegar að formaður dómaranefndar labbar framhjá mér og segir að þetta hafi ekki verið rétt, þá hlýtur það að segja meira en ég get sagt," sagði Pálmar svekktur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×