Viðskipti erlent

Kaupþing seldi 4,5% í Storebrand í morgun

Gengið var frá sölunni á 4,5% hlut Kaupþings í norska tryggingar- og fjármálafyrirtækinu Storebrand í morgun. Söluverðið var nokkuð undir 10 milljörðum kr.

Þessi hlutur var í eigu Singer & Friedlander bankans í Bretlandi og seldur á vegum núverandi forráðamanna hans.

Samkvæmt frétt á vefsíðunni e24.no nam söluverðið 24,5 norskum kr. á hlutinn sem er nokkuð undir skráðu verði á hlutnum við lok markaða í gær er það nam 25,8 norskum kr. á hlut. Ef Kaupþing hefði fengið markaðsverð í gær fyrir hlutinn hefði bankinn fengið rúma 10 milljarða kr. fyrir hlutinn.

Fram kemur í frétt e24.no að tryggingarfélagið Gjensidige hafi ekki verið kaupandi að hlutnum en félagið á nú rétt undir 25% í Storebrand. Í vetur voru viðræður í gangi um samruna Gjensidige og Storebrand.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×