Viðskipti erlent

Áfram samdráttur á inn- og útflutningi hjá G-7 ríkjunum

Fulltrúar G-7 ríkjanna.
Fulltrúar G-7 ríkjanna.
Inn- og útflutnings í iðnríkjunum sjö dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en þó minna en á síðustu þremur mánuðum ársins 2008. Þetta kemur fram hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD.

Segir stofnunin að virði útflutnings, mældum í bandaríkjadölum hafi lækkað um 13,4% frá síðasta ársfjórðungi en virði innflutnings dróst saman um heil 15,2% á sama tíma.

Þessar tölur eru þó lægri en á síðasta ársfjórðungi 2008 þegar útflutningur dróst saman um 18,6% og innflutningur um 18,5%.

Efnahags- og framfarastofnunin segir að útflutningur G-7 ríkjanna hafi fallið um 13,6% á fyrsta ársfjórðungi þesa árs á meðan innflutningur dróst saman um 10.5%. Þessi samdráttur er meiri en á síðasta ársfjórðungi þegar inn- og útflutningur dróst saman um 5,7% og 9,8%.

G-7 ríkin, eða iðnríkin eins og þau eru kölluð, eru Bandaríkin, Kanada, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Japan.

„Sýna tölurnar bersýnilega hversu miklar afleiðingar fall Lehman Brothers, síðastliðið haust, hefur á alþjóðahagkerfi heimsinsm," segir í mati stofnunarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×