Viðskipti erlent

Nýr björgunarpakki hugsanlega settur saman

Mynd/AP
Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu segir að vel komi til greina að settur verði saman nýr björgunarpakki til að styrkja bandarískan efnahags. Bandaríkjaþing samþykkti um miðjan febrúar aðgerðapakka sem metinn var á tæpa 790 milljarða dollara eða sem nemur um 90 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Bandarískur efnahagur er undir miklum þrýsting og ekki hefur dregið nógu hratt úr samdrætti, að mati embættismannsins David Axelrod. Hann telur brýnt að meta stöðuna í haust og sjá þá hvort nauðsynlegt verði að setja saman nýjan björgunarpakka til að blás nýju lífi í efnahag Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×