Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 21:38 Guðmundur Halldórsson er framkvæmdastjóri Tes og Kaffis. Framkvæmdastjóri Tes og kaffis segir kaffiverð líklega koma til með að hækka á næstu mánuðum. Hann telur ekki að nýir samkeppnisaðilar myndu geta náð verðinu niður, líkt og á matvörumarkaði með tilkomu Prís. „Ég held að þetta haldi nú kannski áfram að vera ódýrari lúxus en flest annað,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Tes og kaffis. Hann viðurkennir þó að síðustu þrjú ár hafi verð á kaffimarkaði verið mjög hátt. „Haustið '21 byrjar verðið að stíga og á næstu níu til tólf mánuðum þar á eftir, þá er okkar innkaupsverð að meira en tvöfaldast á hrávöru,“ segir Guðmundur. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir ýmsar ástæður liggja að baki, en stærsta breytan sé sú að mikill uppskerubrestur hafi orðið í Brasílíu þetta sama haust. Það hafi valdið keðjuverkun á önnur svæði, sem hafi þurft að svara þeirri eftirspurn sem skapaðist við brestinn. Framboðið hafi ekki náð sér á sama stað síðan þá, en eftirspurn vaxi að jafnaði um tvö til þrjú prósent á ári. „Það sem gerist líka er að aðfangakeðjur í kringum Covid og annað eru að búa til alls konar óreiðu á þessum markaði, óvissu og ringulreið. Þetta hjálpar ekki til.“ Skýrist á næstu mánuðum Guðmundur segir menn hafa spáð því allt frá árslokum 2021 að hið versta á þessum markaði sé að baki, en lítið hafi breyst á þremur árum. „Okkur sýnist allt benda til þess að það séu enn frekari hækkanir í kortunum á næstu mánuðum. Hvernig það kemur til með að koma út fyrir okkur er ennþá óljóst. Þetta skýrist væntanlega á næstu vikum og mánuðum,“ segir hann. Te og Kaffi rekur átta kaffihús á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að selja kaffi í heildsölu.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir verðhækkanir á kaffinu sjálfu koma ólíkt niður á verðbreytingum á ólíkum mörkuðum, eftir því hvort um er að ræða framleiðslu og heildsölu á kaffi, eða kaffihúsarekstur. „Kaffipakki sem þú kaupir úti í búð, ef þú hugsar um kostnaðarverðið á bak við hann, þá er það að langstærstu leyti hráefnið sem er í pakkanum. En ef þú horfir á kaffibollann á kaffihúsinu okkar, þá er kaffið í þeim bolla mun lægra hlutfall af því kostnaðarverði sem sú vara myndar,“ segir hann. Því komi, líkt og á öðrum veitingastöðum, verð á öðrum aðföngum einnig inn í hækkanir. „Launakostnaður, leiga og annar húsnæðiskostnaður. Við erum búin að vera í tæplega 10 prósent verðbólgu hérna og erum enn í einhverjum sex prósentum, og enginn þorir að segja til um hvað gerist á næstu mánuðum hvað það varðar. Þetta hefur allt saman áhrif.“ Samkeppnisaðilar ólíklegir til að ná lægra verði Guðmundur var spurður hvort Te og kaffi sæi möguleika til að lækka verð, ef samkeppnisaðili á borð við Starbucks kæmi til landsins, ekki ólíkt því sem gerðist hjá Nettó, Bónus og Krónunni þegar verslunin Prís opnaði. „Það er lítið svigrúm í okkar rekstri hvað það varðar,“ sagði Guðmundur, og sagðist ekki eiga von á því að slíkir samkeppnisaðilar gætu komið inn með lægra verð en hjá Te og kaffi. „Það er að segja ef þeir eru á þeim stað að ætla að framleiða og framreiða gæðavöru og bjóða upp á þá upplifun sem við teljum okkur vera að gera.“ Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
„Ég held að þetta haldi nú kannski áfram að vera ódýrari lúxus en flest annað,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Tes og kaffis. Hann viðurkennir þó að síðustu þrjú ár hafi verð á kaffimarkaði verið mjög hátt. „Haustið '21 byrjar verðið að stíga og á næstu níu til tólf mánuðum þar á eftir, þá er okkar innkaupsverð að meira en tvöfaldast á hrávöru,“ segir Guðmundur. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir ýmsar ástæður liggja að baki, en stærsta breytan sé sú að mikill uppskerubrestur hafi orðið í Brasílíu þetta sama haust. Það hafi valdið keðjuverkun á önnur svæði, sem hafi þurft að svara þeirri eftirspurn sem skapaðist við brestinn. Framboðið hafi ekki náð sér á sama stað síðan þá, en eftirspurn vaxi að jafnaði um tvö til þrjú prósent á ári. „Það sem gerist líka er að aðfangakeðjur í kringum Covid og annað eru að búa til alls konar óreiðu á þessum markaði, óvissu og ringulreið. Þetta hjálpar ekki til.“ Skýrist á næstu mánuðum Guðmundur segir menn hafa spáð því allt frá árslokum 2021 að hið versta á þessum markaði sé að baki, en lítið hafi breyst á þremur árum. „Okkur sýnist allt benda til þess að það séu enn frekari hækkanir í kortunum á næstu mánuðum. Hvernig það kemur til með að koma út fyrir okkur er ennþá óljóst. Þetta skýrist væntanlega á næstu vikum og mánuðum,“ segir hann. Te og Kaffi rekur átta kaffihús á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að selja kaffi í heildsölu.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir verðhækkanir á kaffinu sjálfu koma ólíkt niður á verðbreytingum á ólíkum mörkuðum, eftir því hvort um er að ræða framleiðslu og heildsölu á kaffi, eða kaffihúsarekstur. „Kaffipakki sem þú kaupir úti í búð, ef þú hugsar um kostnaðarverðið á bak við hann, þá er það að langstærstu leyti hráefnið sem er í pakkanum. En ef þú horfir á kaffibollann á kaffihúsinu okkar, þá er kaffið í þeim bolla mun lægra hlutfall af því kostnaðarverði sem sú vara myndar,“ segir hann. Því komi, líkt og á öðrum veitingastöðum, verð á öðrum aðföngum einnig inn í hækkanir. „Launakostnaður, leiga og annar húsnæðiskostnaður. Við erum búin að vera í tæplega 10 prósent verðbólgu hérna og erum enn í einhverjum sex prósentum, og enginn þorir að segja til um hvað gerist á næstu mánuðum hvað það varðar. Þetta hefur allt saman áhrif.“ Samkeppnisaðilar ólíklegir til að ná lægra verði Guðmundur var spurður hvort Te og kaffi sæi möguleika til að lækka verð, ef samkeppnisaðili á borð við Starbucks kæmi til landsins, ekki ólíkt því sem gerðist hjá Nettó, Bónus og Krónunni þegar verslunin Prís opnaði. „Það er lítið svigrúm í okkar rekstri hvað það varðar,“ sagði Guðmundur, og sagðist ekki eiga von á því að slíkir samkeppnisaðilar gætu komið inn með lægra verð en hjá Te og kaffi. „Það er að segja ef þeir eru á þeim stað að ætla að framleiða og framreiða gæðavöru og bjóða upp á þá upplifun sem við teljum okkur vera að gera.“
Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira