Ótrygg er ögurstundin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 26. janúar 2009 06:00 Þegar þetta er skrifað á sunnudegi líður manni eins og nú sé ögurstundin - augnablikið þegar náttúran heldur niðri í sér andanum áður en aftur fer að falla að… Manni finnst eitthvað í vændum. Eitthvað er um garð gengið. Og ótrygg er ögurstundin. Björgvin G. Sigurðsson tók af skarið um síðir. Hann reif sig frá fornum ódyggðum valdsins hér á landi og sagði af sér af sjálfsdáðum að því er virðist. Og skráði þar með nafn sitt á spjöld sögunnar með því að verða fyrstur íslenskra ráðherra til þess að segja af sér vegna þess hvernig fór í málaflokki sem hann bar ábyrgð á í ráðherratíð sinni. Hingað til hafa ráðherrar á Íslandi nánast eingöngu sagt af sér tilneyddir eftir að hafa verið gómaðir með báðar lúkur ofan í nammiskálinni. Björgvin hagaði sér nú eins og hann teldi sig þurfa á trausti þjóðarinnar að halda en ekki bara flokksins eins og löngum hefur tíðkast hér í þessu klíkuræði. Hann horfðist í augu við að hann naut ekki þessa trausts lengur og vék - og sá um leið til þess að skipt verði um mannaforráð á Fjármálaeftirlitinu, þeirri stofnun sem undir hann heyrði og mistókst að hafa hemil á þeirri glórulausu fjármálastarfsemi sem hér þreifst og gerði nafn Íslands víða um lönd að samnefnara fyrir svik og pretti. Hann sagði af sér. Sumum þykir þetta heldur seint brugðist við hjá honum og til sanns vegar má færa að hann var seinn að átta sig - en hann áttaði sig, um síðir. Og það er ástæða til að meta það við hann og varasamt að gera lítið úr þessu frumkvæði hans eins og pólitískir andstæðingar hafa auðvitað gert því hann hefur hér sett nýtt fordæmi í stjórnmálasögu landsins. Hann hefur hagað sér eins og sá jafnaðarmaður að evrópskum hætti sem kjósendur Samfylkingarinnar töldu sig vera að veita brautargengi í síðustu kosningum. Sjálfur var Björgvin ekki braskari í ráðherratíð sinni og hann stuðlaði ekki að glæpsamlegum viðskiptaháttum í sama mæli og þeir viðskiptaráðherrar á undan honum sem stuðluðu að einkavæðingu bankanna og afnámi eftirlits eins og Valgerður eða hreinlega græddu sjálfir á henni eins og Finnur. En eins og margir jafnaðarmenn síðustu ára - að evrópskum hætti - var Björgvin með glýju í augunum gagnvart framrás peningavaldsins, hann trúði á útrásina, hélt að menn væru þarna að höndla með raunverulega peninga - hélt að þetta væru raunverulegir bankamenn en ekki bara loddarar. Og eins og margir jafnaðarmenn undangenginna ára fór hann að trúa því að laissez-faire-stefnan væri hin eina sanna efnahagsstjórn og að bönd á bóluhagkerfið væru „gamaldags haftastefna". Ótrygg er ögurstundin. Sunnudagurinn líður og við bíðum átekta og höldum niðri í okkur andanum, horfum á glæsilega fulltrúa þjóðarinnar í Silfrinu hjá Agli - grandvart og velmenntað fólk á borð við Herdísi Þorgeirsdóttur, Gylfa Magnússon og Vilhjálm Bjarnason rekja fyrir okkur skilmerkilega hvernig siðagrundvöllur þjóðfélagsins þarf að vera og hvernig hann var í raun og veru. Hvernig viðskipti sem líta út eins og svik og prettir voru viðhöfð fram á síðasta dag bankanna - ekki síst í einhvers konar innherjaviðskiptum stjórnar SPRON, að ekki sé talað um þá samfelldu leppstjórn sem réði ríkjum í Kaupþingi frá upphafi til enda - frá Ólafi Ólafssyni og Finni sem fengu Búnaðarbankann gegnum Framsóknartengslin og til dularfullra bræðra og arabíusjeika undir lokin. Allt rakti Vilhjálmur þetta vel og vandlega: þessi hrópandi í siðferðiseyðimörk íslensks viðskiptalífs sem nú mætti gjarnan setja yfir Fjármálaeftirlitið - því hann var eina virka fjármálaeftirlitið á Íslandi á glópagullöldinni. Merkilegast var að heyra hann rekja það hvernig Kaupþingsmenn véluðu út úr Seðlabankanum hundruð milljarða rétt kringum hrunið, sem nú eru væntanlega grafnir í stórum kistum á einhverri gulleyjunni í Karíbahafinu. Það hlægir mig að Sigurður Einarsson skyldi véla út úr Davíð Oddssyni síðasta varasjóð þjóðarinnar og einhvern veginn eftir öðru í valdatíð þessa seðlabankastjóra. Sem nú hlýtur að vera senn á enda. Samfylkingarráðherrann sem hafði á sinni könnu þau mál sem úrskeiðis fóru hefur nú axlað sína ábyrgð - við væntum þess hins sama hjá fjármálaráðherra. Og svo er það þetta með Davíð. Sjálfstæðismenn: Davíð Oddsson er ekki fjall. Hann er ekki stjarna á himinfestingunni sem ekki verður færð burt. Hann er ekki sólin - hann er ekki guð. Hann er bara maður sem ekki ræður við það starf sem hann hefur tekist á hendur og stendur nú í vegi fyrir viðreisn Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Þegar þetta er skrifað á sunnudegi líður manni eins og nú sé ögurstundin - augnablikið þegar náttúran heldur niðri í sér andanum áður en aftur fer að falla að… Manni finnst eitthvað í vændum. Eitthvað er um garð gengið. Og ótrygg er ögurstundin. Björgvin G. Sigurðsson tók af skarið um síðir. Hann reif sig frá fornum ódyggðum valdsins hér á landi og sagði af sér af sjálfsdáðum að því er virðist. Og skráði þar með nafn sitt á spjöld sögunnar með því að verða fyrstur íslenskra ráðherra til þess að segja af sér vegna þess hvernig fór í málaflokki sem hann bar ábyrgð á í ráðherratíð sinni. Hingað til hafa ráðherrar á Íslandi nánast eingöngu sagt af sér tilneyddir eftir að hafa verið gómaðir með báðar lúkur ofan í nammiskálinni. Björgvin hagaði sér nú eins og hann teldi sig þurfa á trausti þjóðarinnar að halda en ekki bara flokksins eins og löngum hefur tíðkast hér í þessu klíkuræði. Hann horfðist í augu við að hann naut ekki þessa trausts lengur og vék - og sá um leið til þess að skipt verði um mannaforráð á Fjármálaeftirlitinu, þeirri stofnun sem undir hann heyrði og mistókst að hafa hemil á þeirri glórulausu fjármálastarfsemi sem hér þreifst og gerði nafn Íslands víða um lönd að samnefnara fyrir svik og pretti. Hann sagði af sér. Sumum þykir þetta heldur seint brugðist við hjá honum og til sanns vegar má færa að hann var seinn að átta sig - en hann áttaði sig, um síðir. Og það er ástæða til að meta það við hann og varasamt að gera lítið úr þessu frumkvæði hans eins og pólitískir andstæðingar hafa auðvitað gert því hann hefur hér sett nýtt fordæmi í stjórnmálasögu landsins. Hann hefur hagað sér eins og sá jafnaðarmaður að evrópskum hætti sem kjósendur Samfylkingarinnar töldu sig vera að veita brautargengi í síðustu kosningum. Sjálfur var Björgvin ekki braskari í ráðherratíð sinni og hann stuðlaði ekki að glæpsamlegum viðskiptaháttum í sama mæli og þeir viðskiptaráðherrar á undan honum sem stuðluðu að einkavæðingu bankanna og afnámi eftirlits eins og Valgerður eða hreinlega græddu sjálfir á henni eins og Finnur. En eins og margir jafnaðarmenn síðustu ára - að evrópskum hætti - var Björgvin með glýju í augunum gagnvart framrás peningavaldsins, hann trúði á útrásina, hélt að menn væru þarna að höndla með raunverulega peninga - hélt að þetta væru raunverulegir bankamenn en ekki bara loddarar. Og eins og margir jafnaðarmenn undangenginna ára fór hann að trúa því að laissez-faire-stefnan væri hin eina sanna efnahagsstjórn og að bönd á bóluhagkerfið væru „gamaldags haftastefna". Ótrygg er ögurstundin. Sunnudagurinn líður og við bíðum átekta og höldum niðri í okkur andanum, horfum á glæsilega fulltrúa þjóðarinnar í Silfrinu hjá Agli - grandvart og velmenntað fólk á borð við Herdísi Þorgeirsdóttur, Gylfa Magnússon og Vilhjálm Bjarnason rekja fyrir okkur skilmerkilega hvernig siðagrundvöllur þjóðfélagsins þarf að vera og hvernig hann var í raun og veru. Hvernig viðskipti sem líta út eins og svik og prettir voru viðhöfð fram á síðasta dag bankanna - ekki síst í einhvers konar innherjaviðskiptum stjórnar SPRON, að ekki sé talað um þá samfelldu leppstjórn sem réði ríkjum í Kaupþingi frá upphafi til enda - frá Ólafi Ólafssyni og Finni sem fengu Búnaðarbankann gegnum Framsóknartengslin og til dularfullra bræðra og arabíusjeika undir lokin. Allt rakti Vilhjálmur þetta vel og vandlega: þessi hrópandi í siðferðiseyðimörk íslensks viðskiptalífs sem nú mætti gjarnan setja yfir Fjármálaeftirlitið - því hann var eina virka fjármálaeftirlitið á Íslandi á glópagullöldinni. Merkilegast var að heyra hann rekja það hvernig Kaupþingsmenn véluðu út úr Seðlabankanum hundruð milljarða rétt kringum hrunið, sem nú eru væntanlega grafnir í stórum kistum á einhverri gulleyjunni í Karíbahafinu. Það hlægir mig að Sigurður Einarsson skyldi véla út úr Davíð Oddssyni síðasta varasjóð þjóðarinnar og einhvern veginn eftir öðru í valdatíð þessa seðlabankastjóra. Sem nú hlýtur að vera senn á enda. Samfylkingarráðherrann sem hafði á sinni könnu þau mál sem úrskeiðis fóru hefur nú axlað sína ábyrgð - við væntum þess hins sama hjá fjármálaráðherra. Og svo er það þetta með Davíð. Sjálfstæðismenn: Davíð Oddsson er ekki fjall. Hann er ekki stjarna á himinfestingunni sem ekki verður færð burt. Hann er ekki sólin - hann er ekki guð. Hann er bara maður sem ekki ræður við það starf sem hann hefur tekist á hendur og stendur nú í vegi fyrir viðreisn Íslands.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun