Viðskipti erlent

Ford keyrir út úr kreppunni

Bílaframleiðandinn Ford skilaði mun betra uppgjöri á öðrum ársfjórðungi en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Nettóhagnaður Ford nam 2,8 milljörðum dollara, að mestu vegna endurskipulagningar á skuldum.

Tap varð af reglulegri starfsemi Ford upp á rúmlega 400 milljónir dollara eða um 21 sent á hlut. Sérfræðingar höfðu hinsvegar gert ráð fyrir að tapið næmi 50 sentum á hlut. Eftir að Ford birti uppgjör sitt hækkuðu hlutir í félaginu um 9% á mörkuðum vestan hafs.

Ford segist nú reikna með að reksturinn verði kominn á eðlilegt skrið árið 2011 og að þá verði hagnaður af reglulegri starfsemi bæði í Norður Ameríku og annarsstaðar í heiminum, að því er segir á vefsíðunni euroinvestor.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×