Viðskipti erlent

Risasnekkja Abromovich sjósett - Hefur eigið eldflaugavarnakerfi

Búið er að sjósetja risasnekkju rússneska auðjöfursins Roman Abromovich. Hún ber nafnið Eclipse, er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, og er með eigin eldflaugavarnakerfi, tvo þyrluflugpalla og kafbát um borð.

Eclipse er 557 fet að lengd en það var markmið Abromovich að snekkjan yrði stærri en sú sem áður var stærst í heiminum og er í eigu Dubai-sjeiksins Mohammed bin Rashid Al Maktoum.

Það var þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss sem smíðaði Eclipse en þótt búið sé að sjósetja dýrðina er töluverð vinna eftir við að fullklára verkið og mun Abromovich ekki fá Eclipse afhenta fyrr en á næsta ári.

Fyrir utan eldflaugavarnir, kabát og þyrlupalla er fullkomin heilsuræktarstöð um borð og svíta Abramovich um borð er brynvarin. Þar að auki eru allir gluggar úr skotheldu gleri.

Eclipse mun kosta Amromovich 300 milljónir dollara eða rúmlega 38 milljarða kr. að því er segir í umfjöllun Daily Mail um snekkjuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×