Handbolti

Rífandi hagnaður hjá HSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Knútur Hauksson var kjörinn formaður HSÍ í gær.
Knútur Hauksson var kjörinn formaður HSÍ í gær. Mynd/Stefán

Ársþing HSÍ fór fram í gær. Á fundinum var greint frá því að hagnaður HSÍ á rekstrarárinu 2008 hefði verið tæpar 43 milljónir króna. Eigið fé sambandsins er þess utan orðið jákvætt um rúmar 43 milljónir. Velta síðasta árs var 200 milljónir króna.

Þennan mikla hagnað má eflaust rekja til þess að sambandið fékk 50 milljón króna ríkisstyrk og svo komu inn um 20 milljónir í söfnunum í kringum Ólympíuleikana.

Engar af stóru breytingunum voru samþykktar á þinginu. Mótafyrirkomulag verður því óbreytt á næsta leiktímabili.

Knútur Hauksson var kosinn formaður. Einnig var kosið um fjóra stjórnarmenn til tveggja ára. Þeir eru Ásta Óskarsdóttir, Guðmundur B. Ólafsson, Kjartan Steinbach og Vigfús Þorsteinsson. Árni Þór Árnason var kosinn til eins árs stjórnarsetu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×