Viðskipti erlent

Gjaldþrot GM það þriðja stærsta í sögu Bandaríkjanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bílaframleiðandinn General Motors fór fram á gjaldþrotaskipti í gær og er þar um að ræða þriðja stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Fyrirtækið var tekið út úr Dow Jones-iðnaðarvísitölunni og fjarlægt af lista kauphallarinnar í New York í gær og sagði bílasagnfræðingurinn Bob Elton að loksins væri General Motors endanlega komið að fótum fram eftir margra ára hallarekstur. Fyrirtækinu hefði oft tekist að bjarga sér fyrir horn en nú væru endalokin ljós. Barack Obama Bandaríkjaforseti lét hafa eftir sér að nú væri það ríkisins að koma gamla bílarisanum á fætur á ný og leiða hann út úr gjaldþrotinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×