Handbolti

Hafnarfjarðarslagur í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Hauka og FH.
Úr leik Hauka og FH. Mynd/Arnþór

Annað árið í röð drógust FH og Haukar saman í fjórðungsúrslitum Eimskipsbikarkeppninnar í handbolta.

Þessi lið mættust í Kaplakrika í bikarnum í fyrra og hið sama verður aftur upp á teningnum í ár. Í fyrra unnu FH-ingar í hörkuleik, 29-28.

Valur og Fram drógustu einnig saman í fjórðungúrslitunum annað árið í röð. Í fyrra mættust liðin í Safamýrinni og unnu þá Valsarar örugglega, 30-21, en liðin mætast nú í Vodafone-höllinni.

Í kvennaflokki ber hæst viðureign bikarmeistara Stjörnunnar og deildarmeistara Hauka.

Karlaflokkur:

FH - Haukar

Selfoss - HK

Víkingur - Grótta

Valur - Fram

Kvennaflokkur:

Víkingur 2 - Valur

FH - KA/Þór

Grótta - Fram

Stjarnan - Haukar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×