Besti einkabanki Evrópu - Margir Íslendingar í viðskiptum Gunnar Örn Jónsson skrifar 29. júní 2009 13:33 Norræni viðskiptabankinn Nordea var valinn besti bankinn í Evrópu á sviði einkabankaþjónustu í könnun MyPrivateBanking.com. Tveir Íslendingar starfa hjá bankanum og margir Íslendingar eru í viðskiptum við bankann í Lúxemborg. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar buðu nokkrir bankar framúrskarandi þjónustu og fjárfestingarstefnu sem tók gott mið af þörfum viðskiptavina. Niðurstaða könnunarinnar var sú að fremsti bankinn, með 79 stig af 100 mögulegum, væri Nordea. „Þessi leiðandi norræni banki er nokkuð óvæntur sigurvegari", segir Steffen Binder, yfirmaður markaðsrannsókna hjá MyPrivateBanking.com, „sérstaklega þar sem hann telst ekki þekkt nafn á sviði einkabankaþjónustu. Engu að síður sýndi bankinn góðan árangur í öllum þeim þáttum sem við lögðum mat á. Við hrifumst af faglegum samskiptum bankans við viðskiptavini, ítarlegri athugun sem gerð var með spurningalista og tillögu bankans um fjárfestingarstefnu, sem sýndi að hann hafði góðan skilning á þörfunum sem við lýstum." Bankarnir sem kannaðir voru gátu mest hlotið 100 stig. Meðaleinkunnin var 52 stig og voru flestir bankanna á bilinu 50 til 70 stig. Meira en fjórðungur þeirra fékk hins vegar 40 stig eða minna, sem sýnir að flestir bankanna glímdu við alvarlega veikleika á einu eða fleirum þeirra sviða sem metin voru. Tveir Íslendingar starfa hjá Nordea Bank í Lúxemborg, þeir Sveinn Helgason sem kom til bankans frá Landsbankanum og Hörður Guðmundsson sem kom frá Glitni. Töluvert af Íslendingum eru í viðskiptum hjá Nordea. Margir þeirra komu frá Kaupþingi í Lúxemborg og aðrir frá hinum íslensku bönkunum sem starfræktir voru í Lúxemborg fyrir bankahrunið. „Nordea er frekar íhaldssamur banki sem þótti ekki endilega sá framsæknasti fyrir nokkrum árum en kemur vel út úr kreppunni sökum þess hversu varfærinn bankinn hefur verið. Viðskiptavinir bankans hafa einnig notið góðs af því að vera í samstarfi við varfærinn banka í þeirri fjármálakrísu sem gengið hefur yfir heimsbyggðina. Hér er einkabankaþjónusta eins og hún á að vera. Nordea í Lúxemborg hefur þannig ekki farið út í fjárfestingabankastarfsemi eða áhættusækna útlánastarfsemi eins og starfemi íslensku bankanna hér í Lúxemborg þróaðist út í. Hjá Nordea eru vinnubrögðin mun varfærnari en maður átti að kynnast," segir Hörður Guðmundsson hjá Nordea. Hörður segir ennfremur að viðskiptavinum Landsbankans og Glitnis í Lúxemborg hafi verið sent bréf um að færa eignir sínar til Nordea þegar íslenska bankakerfið hrundi síðastliðið haust. „Þetta er í annað sinn á þessu ári sem einkabankaþjónusta Nordea hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Áhersla okkar á þjónustu við viðskiptavini, gagnsæi og þekking veita okkur áþreifanlegt forskot á þessum erfiðu tímum fyrir einkabanka og viðskiptavini þeirra", að sögn Jhon Mortensen, forstjóra Nordea Bank S.A. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norræni viðskiptabankinn Nordea var valinn besti bankinn í Evrópu á sviði einkabankaþjónustu í könnun MyPrivateBanking.com. Tveir Íslendingar starfa hjá bankanum og margir Íslendingar eru í viðskiptum við bankann í Lúxemborg. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar buðu nokkrir bankar framúrskarandi þjónustu og fjárfestingarstefnu sem tók gott mið af þörfum viðskiptavina. Niðurstaða könnunarinnar var sú að fremsti bankinn, með 79 stig af 100 mögulegum, væri Nordea. „Þessi leiðandi norræni banki er nokkuð óvæntur sigurvegari", segir Steffen Binder, yfirmaður markaðsrannsókna hjá MyPrivateBanking.com, „sérstaklega þar sem hann telst ekki þekkt nafn á sviði einkabankaþjónustu. Engu að síður sýndi bankinn góðan árangur í öllum þeim þáttum sem við lögðum mat á. Við hrifumst af faglegum samskiptum bankans við viðskiptavini, ítarlegri athugun sem gerð var með spurningalista og tillögu bankans um fjárfestingarstefnu, sem sýndi að hann hafði góðan skilning á þörfunum sem við lýstum." Bankarnir sem kannaðir voru gátu mest hlotið 100 stig. Meðaleinkunnin var 52 stig og voru flestir bankanna á bilinu 50 til 70 stig. Meira en fjórðungur þeirra fékk hins vegar 40 stig eða minna, sem sýnir að flestir bankanna glímdu við alvarlega veikleika á einu eða fleirum þeirra sviða sem metin voru. Tveir Íslendingar starfa hjá Nordea Bank í Lúxemborg, þeir Sveinn Helgason sem kom til bankans frá Landsbankanum og Hörður Guðmundsson sem kom frá Glitni. Töluvert af Íslendingum eru í viðskiptum hjá Nordea. Margir þeirra komu frá Kaupþingi í Lúxemborg og aðrir frá hinum íslensku bönkunum sem starfræktir voru í Lúxemborg fyrir bankahrunið. „Nordea er frekar íhaldssamur banki sem þótti ekki endilega sá framsæknasti fyrir nokkrum árum en kemur vel út úr kreppunni sökum þess hversu varfærinn bankinn hefur verið. Viðskiptavinir bankans hafa einnig notið góðs af því að vera í samstarfi við varfærinn banka í þeirri fjármálakrísu sem gengið hefur yfir heimsbyggðina. Hér er einkabankaþjónusta eins og hún á að vera. Nordea í Lúxemborg hefur þannig ekki farið út í fjárfestingabankastarfsemi eða áhættusækna útlánastarfsemi eins og starfemi íslensku bankanna hér í Lúxemborg þróaðist út í. Hjá Nordea eru vinnubrögðin mun varfærnari en maður átti að kynnast," segir Hörður Guðmundsson hjá Nordea. Hörður segir ennfremur að viðskiptavinum Landsbankans og Glitnis í Lúxemborg hafi verið sent bréf um að færa eignir sínar til Nordea þegar íslenska bankakerfið hrundi síðastliðið haust. „Þetta er í annað sinn á þessu ári sem einkabankaþjónusta Nordea hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Áhersla okkar á þjónustu við viðskiptavini, gagnsæi og þekking veita okkur áþreifanlegt forskot á þessum erfiðu tímum fyrir einkabanka og viðskiptavini þeirra", að sögn Jhon Mortensen, forstjóra Nordea Bank S.A.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira