Handbolti

N1-deild kvenna: Tuttugu og sex marka sigur hjá Stjörnunni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Þorgerður Anna Atladóttir, Stjörnunni.
Þorgerður Anna Atladóttir, Stjörnunni. Mynd/Anton

Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem Stjarnan vann 46-20 stórsigur gegn Víkingi og HK og KA/Þór skildu jöfn 26-26.

Stjarnan er á toppi deildarinnar með 15 stig, tveimur stigum meira en Valur sem á tvo leiki til góða, en Víkingur hefur tapað öllum sjö leikjum sínum til þessa í deildinni og situr í botnsætinu. Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst hjá Stjörnunni með 11 mörk.

HK og KA/Þór er jöfn þar fyrir ofan með 3 stig en KA/Þór á einn leik til góða.

Úrslitin í dag:

Stjarnan-Víkingur 46-20

HK-KA/Þór 26-26

Mörk HK: Elva Björg Arnarsdóttir 8, Elín Anna Baldursdóttir 4, Lilja Lind Pálsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 3, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2.

Mörk KA/Þórs: Ásdís Sigurðardóttir 7, Arna Valgerður Erlingsdóttir 6, Emma Sardarsdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 4, Guðrún Tryggvadóttir 3, Katrín Viðarsdóttir 2.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×