Viðskipti erlent

Olían ekki verið dýrari í átta mánuði

MYNd/AP

Verð á olíu hækkaði í morgun þegar olíutunnan fór yfir sjötíu og einn dal. Það hefur ekki verið hærra í átta mánuði.

Rekja má hækkunina til lækkunar á gengi Bandaríkjadals. Í október í fyrra var tunnan á sama verði en þá hafði verðið hríðlækkað frá því í júlí þegar það komst í hundrað fjörutíu og sjö dali.

Olíuverð hefur meira en tvöfaldast í vetur en fjárfestar vænta hærra verðs í von um efnahagsbata sem myndi auka eftirspurn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×