Stjórar Kaupþings í Bretlandi með 3 milljarða í laun 27. apríl 2009 11:13 Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira