Lán til Íslands eykur fjárlagahallann í Svíþjóð 15. júní 2009 10:19 Sænski ríkisbankinn. Lánastofnun sænska ríkisins hækkaði á föstudaginn spár sínar um fjárlagahalla ríkisins fyrir árið 2009. Ástæðan er langvarandi efnahagsvandræði í landinu sökum fjármálakrísunnar í heiminum. Stofnunin segir að aukinn fjárlagahalli sé bein afleiðing aukinna lánveitinga sænska ríkisins til meðal annars Íslendinga og sænska seðlabankans. Sænski seðlabankinn hefur aðstoðað innlenda banka sem lánað hafa töluvert til eystrasaltsríkjanna en fjámálakrísan hefur komið hart niður á þeim löndum líkt og Íslandi. Lánastofnun sænska ríkisins mun lána sem samsvarar 100 milljörðum sænskra króna til sænska seðlabankans og 7 milljarða sænskra króna til Íslands, auk þess munu Svíar aðstoða Letta með lánveitingu sem samsvarar 8 milljörðum sænskra króna. Áætlað er að fjárlagahallinn í Svíþjóð á þessu ári muni nema 198 milljörðum sænskra króna, en það er um 47% aukning á spá frá því í mars sem hljóðaði upp á 135 milljarða króna fjárlagahalla. Árið 2010 er búist við að fjárlagahallinn fari niður í 72 milljarða sænskra króna sem er auk þess heldur meira en spár gerðu ráð fyrir í mars. Svíar voru með tekjuafgang sem nam 135 milljörðum sænskra króna árið 2008. Lánastofnunin telur að sænska hagkerfið komi til með að dragast saman um 4% á þessu ári, sem er umtalsvert meira en spár gerðu ráð fyrir í mars, en þá var vænst 2% samdáttar. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lánastofnun sænska ríkisins hækkaði á föstudaginn spár sínar um fjárlagahalla ríkisins fyrir árið 2009. Ástæðan er langvarandi efnahagsvandræði í landinu sökum fjármálakrísunnar í heiminum. Stofnunin segir að aukinn fjárlagahalli sé bein afleiðing aukinna lánveitinga sænska ríkisins til meðal annars Íslendinga og sænska seðlabankans. Sænski seðlabankinn hefur aðstoðað innlenda banka sem lánað hafa töluvert til eystrasaltsríkjanna en fjámálakrísan hefur komið hart niður á þeim löndum líkt og Íslandi. Lánastofnun sænska ríkisins mun lána sem samsvarar 100 milljörðum sænskra króna til sænska seðlabankans og 7 milljarða sænskra króna til Íslands, auk þess munu Svíar aðstoða Letta með lánveitingu sem samsvarar 8 milljörðum sænskra króna. Áætlað er að fjárlagahallinn í Svíþjóð á þessu ári muni nema 198 milljörðum sænskra króna, en það er um 47% aukning á spá frá því í mars sem hljóðaði upp á 135 milljarða króna fjárlagahalla. Árið 2010 er búist við að fjárlagahallinn fari niður í 72 milljarða sænskra króna sem er auk þess heldur meira en spár gerðu ráð fyrir í mars. Svíar voru með tekjuafgang sem nam 135 milljörðum sænskra króna árið 2008. Lánastofnunin telur að sænska hagkerfið komi til með að dragast saman um 4% á þessu ári, sem er umtalsvert meira en spár gerðu ráð fyrir í mars, en þá var vænst 2% samdáttar.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira