Handbolti

Dregið í Eimskipsbikarnum á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valur og Fram gætu dregist saman í Eimskipsbikar kvenna á morgun.
Valur og Fram gætu dregist saman í Eimskipsbikar kvenna á morgun. Mynd/Vilhelm
Það verður dregið í átta liða úrslitum Eimskipsbikar karla og kvenna í handbolta í hádeginu á morgun en sex félög eiga ennþá lið í báðum keppnum. Drátturinn hefst klukkan 12.15 og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

FH, Fram, Grótta, Haukar, Valur og Víkingur eiga öll bæði karla og kvennalið í pottinum en auk þess tryggðu karlalið HK og Selfoss sem og kvennalið KA/Þór og Stjörnunnar sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Víkingur er eina karlaliðið utan úrvalsdeildarinnar sem er enn með í pottinum en hjá konunum eru tvö lið utan N1 deildarinnar; Grótta og Víkingur 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×