HM: Dramatískur sigur Norðmanna á Þjóðverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2009 18:10 Heiner Brand var brjálaður út í dómara leiksins í leikslok. Nordic Photos / AFP Enn gerast tíðindin í milliriðli 2 á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu. Nú unnu Norðmenn sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 25-24, eftir hádramatískan lokakafla leiksins þar sem allt ætlaði að keyra um koll. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, eftir að Norðmenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Leikurinn var enn jafn í þeim síðari en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Þegar tólf mínútur voru eftir fékk Þjóðverjinn Jens Tiedtke að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Jonny Jensen olnbogaskot. Staðan var þá 20-19 og þó Norðmenn hafi jafnað náðu Þjóðverjar að komast aftur tveimur mörkum yfir, 22-20, og aðeins sjö mínútur til leiksloka. En þá tóku þeir Steinar Ege markvörður og Kristian Kjelling til sinna mála. Ege varði hvert skotið á fætur öðru og Kjelling skoraði fimm af síðustu sex mörkum Norðmanna. Norðmenn skoruðu næstu fjögur mörk í leiknum og komust yfir, 24-22. Ekkert gekk hjá Þjóðverjum sem misnýttu meira að segja vítaskot með því að skjóta í stöng. Þegar mínúta var til leiksloka kom Kjelling Norðmönnum aftur í tveggja marka forystu, 25-23, þó svo að þeir hafi verið manni færri. En Þjóðverjar náðu að skora og fiska annan Norðmann af velli. Staðan því 25-24 og sextán sekúndur eftir þegar Norðmenn héldu í sókn, tveimur mönnum færri. Þessar síðustu sekúndur leiksins voru ævintýralegar. Norðmenn misstu strax boltann í innkast en arfaslakir dómarar leiksins létu Þjóðverja þrítaka innkastið. Sekúndurnar runnu út án þess að Þjóðverjar náðu að hefja almennilega sókn og Norðmenn fögnuðu dýrmætum sigri. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, hefur verið í því starfi í tólf ár og þykir einkar geðþekkur maður. Hann hins vegar missti stjórn á skapinu. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og ætlaði hreinlega að vaða í annan dómarann. Hann náði hins vegar að róa sig niður og labbaði sársvekktur af velli. Kjelling og Håvard Tvedten voru markahæstir Norðmanna með sjö mörk hvor. Steinar Ege varði nítján skot í markinu. Holger Glandorf skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja en markvörðurinn Silvio Heinevetter átti einnig góðan leik og varði sautján skot. Enn er allt galopið í þessum riðli. Þjóðverjar eru enn með fimm stig eftir að liðið gerði jafntefli við Serbíu í gær. Norðmenn hafa hins vegar gert eins og Pólverjar og unnið báða leiki sína til þessa í milliriðlinum eftir að hafa komið stigalausir þangað úr riðlakeppninni. Danmörk, Pólland og Noregur eru öll með fjögur stig en Danir geta komið sér í sex stig með sigri á Makedóníu í kvöld. En miðað við úrslit leikja hingað til í riðlinum er gjörsamlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þess leiks. Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Noregur - Þýskaland 25-24 Staðan: Þýskaland 5* stig (+16 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Noregur 4* (-2) Serbía 3* (-12) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 19.15 Danmörk - Makedónía Handbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Enn gerast tíðindin í milliriðli 2 á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu. Nú unnu Norðmenn sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 25-24, eftir hádramatískan lokakafla leiksins þar sem allt ætlaði að keyra um koll. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, eftir að Norðmenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Leikurinn var enn jafn í þeim síðari en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Þegar tólf mínútur voru eftir fékk Þjóðverjinn Jens Tiedtke að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Jonny Jensen olnbogaskot. Staðan var þá 20-19 og þó Norðmenn hafi jafnað náðu Þjóðverjar að komast aftur tveimur mörkum yfir, 22-20, og aðeins sjö mínútur til leiksloka. En þá tóku þeir Steinar Ege markvörður og Kristian Kjelling til sinna mála. Ege varði hvert skotið á fætur öðru og Kjelling skoraði fimm af síðustu sex mörkum Norðmanna. Norðmenn skoruðu næstu fjögur mörk í leiknum og komust yfir, 24-22. Ekkert gekk hjá Þjóðverjum sem misnýttu meira að segja vítaskot með því að skjóta í stöng. Þegar mínúta var til leiksloka kom Kjelling Norðmönnum aftur í tveggja marka forystu, 25-23, þó svo að þeir hafi verið manni færri. En Þjóðverjar náðu að skora og fiska annan Norðmann af velli. Staðan því 25-24 og sextán sekúndur eftir þegar Norðmenn héldu í sókn, tveimur mönnum færri. Þessar síðustu sekúndur leiksins voru ævintýralegar. Norðmenn misstu strax boltann í innkast en arfaslakir dómarar leiksins létu Þjóðverja þrítaka innkastið. Sekúndurnar runnu út án þess að Þjóðverjar náðu að hefja almennilega sókn og Norðmenn fögnuðu dýrmætum sigri. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, hefur verið í því starfi í tólf ár og þykir einkar geðþekkur maður. Hann hins vegar missti stjórn á skapinu. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og ætlaði hreinlega að vaða í annan dómarann. Hann náði hins vegar að róa sig niður og labbaði sársvekktur af velli. Kjelling og Håvard Tvedten voru markahæstir Norðmanna með sjö mörk hvor. Steinar Ege varði nítján skot í markinu. Holger Glandorf skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja en markvörðurinn Silvio Heinevetter átti einnig góðan leik og varði sautján skot. Enn er allt galopið í þessum riðli. Þjóðverjar eru enn með fimm stig eftir að liðið gerði jafntefli við Serbíu í gær. Norðmenn hafa hins vegar gert eins og Pólverjar og unnið báða leiki sína til þessa í milliriðlinum eftir að hafa komið stigalausir þangað úr riðlakeppninni. Danmörk, Pólland og Noregur eru öll með fjögur stig en Danir geta komið sér í sex stig með sigri á Makedóníu í kvöld. En miðað við úrslit leikja hingað til í riðlinum er gjörsamlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þess leiks. Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Noregur - Þýskaland 25-24 Staðan: Þýskaland 5* stig (+16 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Noregur 4* (-2) Serbía 3* (-12) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 19.15 Danmörk - Makedónía
Handbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira