Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 16:46 Svona lítur Fellavöllur út í blíðunni fyrir austan, eftir að nýja gervigrasvið var lagt á hann. Vallarhúsið hægra megin við völlinn er nú komið með aukahæð. mynd/Unnar Erlingsson Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári. Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári.
Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000
Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira