Viðskipti erlent

Álverðið nálgast 1.700 dollara á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli á markaðinum í London er nú komið í 1.673 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið á álinu verið á stöðugr uppleið þennan mánuð.

Þetta er mikill viðsnúningur frá fyrra mánuði en um tíma komst verðið undir 1.400 dollara á tonnið í maí.

Meðal þess sem hefur ýtt undir verðhækkanir á áli er að Kínverjar flytja nú meira inn af áli en þeir framleiða sjálfir og hafa þeir skorið niður afhendingar á áli til annarra Asíulanda.

Þá hefur eftirspurn eftir áli í Japan aukist töluvert að undanförnu og kemur fram í umfjöllun á Bloomberg um málið að þetta séu teikn um að viðsnúninguir til hins betra sé að verða í japönsku efnahagslífi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×