Viðskipti erlent

EIK Banki fær vikufrest til viðbótar

Skilanefnd Kaupþings var reiðubúin til að leggja færeyska Eik bankanum til sem svarar tólf milljörðum íslenskra króna, og færeyska tryggingafélagið TF Holding vildi leggja fram sem svarar átta milljörðum íslenskra króna til að verja færeyska hluta Eik banka falli.

Frestur danska fjármálaeftirlitsins átti að renna út í gærkvöldi, en á síðustu stundu veitti það bankanum viku frest til viðbótar til björgunaaðgerða.

Það hefði dugað til að bjarga þeim hluta en danska fjármálaeftirlitið vildi ekki aðkilja starfssemin bankans í Færeyjum og Danmörku.

Ekki er ljóst fresturinn dugi til að endurfjármagna bankann í heild.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×