Viðskipti erlent

Seðlabankar verða að vera sjálfstæðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ben Bernanke segir mikilvægt að gæta að sjálfstæði seðlabankastjóra.
Ben Bernanke segir mikilvægt að gæta að sjálfstæði seðlabankastjóra.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að seðlabankar hvarvetna í heiminum verði að geta tekið ákvarðanir um stýrivexti án afskipta stjórnmálamanna. Hann segir að ef sjálfstæði seðlabanka sé skert leiði það til efnahagslegs óstöðugleika.

Eins og fréttastofa BBC bendir á í dag kjósa ríkisstjórnir yfirleitt að seðlabankar í viðkomandi ríkjum haldi stýrivöxtum lágum til þess að örva efnahagslíf og fjölga störfum. Bernanke segir að þetta geti verið vinsælt til skamms tíma, en til langs tíma stuðli það að aukinni verðbólgu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×