Gjaldmiðlaórói veldur uppsveiflu á gullverði 7. desember 2010 10:12 Mikil uppsveifla hefur verið á gullverðinu undanfarnar vikur og í gærkvöldi fór það upp í tæpa 1.430 dollara fyrir únsuna. Í morgun hafði það aðeins gefið eftir og stóð í 1.423 dollurum á únsuna. Órói á gjaldmiðlamörkuðum veldur þessari uppsveiflu en fjárfestar eru í auknum mæli að missa trúnna á pappírspeninga hvort sem það eru dollarar eða evrur. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar kemur fram að tvennt valdi óróanum á gjaldmiðlamörkuðum. Annarsvegar orð Ben Bernanke seðlbankastjóra Bandaríkjanna í þættinum 60 Minutes á sunnudagkvöld um að örva þyrfti bandarískt efnahagslíf enn frekar. Þar á Bernanke við að bæta þurfi við fyrirhugaða 600 milljarða dollara sem ætlaðir eru til skuldabréfakaupa. Fari svo að seðlaprentvélar Bandaríkjanna verði settar í hærri gír eins og seðlabankastjórinn vill mun það aðeins leiða til veikingar á gengi dollarans. Hin ástæðan er sú mikla óeining sem komin er upp milli ríkja ESB um hvernig taka eigi á skuldakreppunni. Margar tillögur um það komu fram á toppfundi leiðtoga sambandsins í gærdag. Þær voru síðan allar skotnar í kaf af Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún er t.d. mjög fráhverf því að stækka neyðarsjóð ESB umfram núverandi stærð. Þetta telja fjárfestar að geri skuldakreppuna dýpri en hún er og auki hættuna á að Spánn og Ítalía sogist inn í hana. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikil uppsveifla hefur verið á gullverðinu undanfarnar vikur og í gærkvöldi fór það upp í tæpa 1.430 dollara fyrir únsuna. Í morgun hafði það aðeins gefið eftir og stóð í 1.423 dollurum á únsuna. Órói á gjaldmiðlamörkuðum veldur þessari uppsveiflu en fjárfestar eru í auknum mæli að missa trúnna á pappírspeninga hvort sem það eru dollarar eða evrur. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar kemur fram að tvennt valdi óróanum á gjaldmiðlamörkuðum. Annarsvegar orð Ben Bernanke seðlbankastjóra Bandaríkjanna í þættinum 60 Minutes á sunnudagkvöld um að örva þyrfti bandarískt efnahagslíf enn frekar. Þar á Bernanke við að bæta þurfi við fyrirhugaða 600 milljarða dollara sem ætlaðir eru til skuldabréfakaupa. Fari svo að seðlaprentvélar Bandaríkjanna verði settar í hærri gír eins og seðlabankastjórinn vill mun það aðeins leiða til veikingar á gengi dollarans. Hin ástæðan er sú mikla óeining sem komin er upp milli ríkja ESB um hvernig taka eigi á skuldakreppunni. Margar tillögur um það komu fram á toppfundi leiðtoga sambandsins í gærdag. Þær voru síðan allar skotnar í kaf af Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún er t.d. mjög fráhverf því að stækka neyðarsjóð ESB umfram núverandi stærð. Þetta telja fjárfestar að geri skuldakreppuna dýpri en hún er og auki hættuna á að Spánn og Ítalía sogist inn í hana.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira