Viðskipti erlent

Ástralar hækka vexti

Seðlabanki Ástralíu
Engin ástæða til að halda vöxtum í lágmarki lengur.
nordicphotos/AFP
Seðlabanki Ástralíu Engin ástæða til að halda vöxtum í lágmarki lengur. nordicphotos/AFP

Seðlabanki Ástralíu gerði sér lítið fyrir og hækkaði stýrivexti í fjögur prósent, og segir efnahagslífið vera að styrkjast verulega.

Atvinnuástandið hefur lagast mjög og trú fyrirtækja á efnahagslífið hefur eflst. Undanfarið ár hefur ástralski dollarinn hækkað um 42 prósent gagnvart bandarískum dollar.

Bankinn telur efnahagslíf landsins vel geta þolað álag, sem gæti skapast af því að alþjóðlegir fjárfestar hafi áhyggjur af greiðslustöðu ástralska ríkissjóðsins.

Stýrivextir Ástralíu voru í þremur prósentum fyrir hækkunina, og höfðu ekki verið jafn lágir í hálfa öld.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×