Viðskipti erlent

Danir biðja Færeyinga ekki afsökunar vegna Eik Banki

Brian Mikkelsen viðskiptaráðherra Danmerkur segir að hann muni ekki biðja Færeyinga afsökunar á harkalegri meðferð danskra yfirvalda á Eik Banki í Færeyjum og Danmörku.

Margir Færeyingar hafa harðlega gagnrýnt málsmeðferðina en bankinn er nú kominn í hendur bankaumsýslu Danmerkur og höfðu eigendur hans aðeins nokkra daga til að reyna að bjarga fjárhagstöðu hans.

Mikkelsen segir að dönsk yfirvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð og hafi reynt að gæta hagsmuna Færeyinga í hvívetna. Því hafi málinu verið hraðað eins mikið og raun bar vitni








Fleiri fréttir

Sjá meira


×