Viðskipti erlent

Spenna vegna gjaldmiðlastríðs

Þriggja daga sameiginlegur ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefst í Washington í dag, virðist ætla að markast af spennu vegna gjaldmiðlastríðs sem virðist vera í uppsiglingu.

Bandaríkjadalur féll enn í verði í gær gagnvart evrunni, og hefur ekki veri lægri í átta mánuði. Jafnframt juku Bandaríkjamenn þrýsting sinn á kínversk stjórnvöld um að leyfa kínverska júaninu að styrkjast.

Robert Zoellick, bankastjóri Alþjóðabankans, sagði þessa alþjóðlegu spennu geta dregið úr trausti fjárfesta á gjaldmiðlana. Slíkt kæmi á versta tíma, því einmitt nú þyrfti efnahagslíf heimsins á því að halda að vöxtur hlypi í einkageirann.

Fáir hagfræðingar virðast búast við miklum tíðindum af ársfundinum nú um helgina.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×