Spákaupmenn ganga af göflunum í írsku skuldabraski 12. nóvember 2010 10:41 Nýjar tölur frá greiningarfyrirtækinu Data Explorers benda til að spákaupmenn hafi gengið af göflunum í írsku skuldabraski í sumar og það sem af er haustinu. Magn írskra ríkisskuldabréfa sem fengin eru að láni af vogunarsjóðum og fjárfestum hefur tvöfaldast frá því í lok júlí s.l. Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Will Duff Gordon greinenda hjá Data Explorers að þessi lán séu að mestu tilkomin vegna skortstöðutöku í bréfunum. Fram kemur að þessar skortstöður auki einar og sér þann þrýsting sem fyrir er á írskum ríkisskuldabréfum vegna bágrar efnahagsstöðu Írlands þar sem þær auka magnið af söluskipunum sem fyrir eru í viðskiptakerfum með þessi bréf. Fyrir ríkisskuldabréf fer gengi þeirra og vextir í gagnstæðar áttir. Þegar gengið fellur hækka vextirnir. Á síðustu vikum hafa vextir á írsku bréfin hækkað upp í rjáfur og þar með hafa spákaupmenn með skortstöður í þeim makað krókinn. Vextir á bréfin eru nú vel yfir 8% en það er 5 prósentustigum yfir hinum tóngefandi þýsku ríkisskuldabréfum í Evrópu. Samhliða þessu sýna tölur Data Explorers að langtímastöður fjárfesta í írskum ríkisskuldabréfum hafa minnkað um 30% frá því í apríl s.l. Þessi hópur fjárfesta, að mestu lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og fjárfestingarsjóðir á vegum hins opinbera, hefur minnkað stöðu sína úr 10 milljörðum evra í apríl s.l. niður í 6,9 milljarða í þessum mánuði. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýjar tölur frá greiningarfyrirtækinu Data Explorers benda til að spákaupmenn hafi gengið af göflunum í írsku skuldabraski í sumar og það sem af er haustinu. Magn írskra ríkisskuldabréfa sem fengin eru að láni af vogunarsjóðum og fjárfestum hefur tvöfaldast frá því í lok júlí s.l. Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Will Duff Gordon greinenda hjá Data Explorers að þessi lán séu að mestu tilkomin vegna skortstöðutöku í bréfunum. Fram kemur að þessar skortstöður auki einar og sér þann þrýsting sem fyrir er á írskum ríkisskuldabréfum vegna bágrar efnahagsstöðu Írlands þar sem þær auka magnið af söluskipunum sem fyrir eru í viðskiptakerfum með þessi bréf. Fyrir ríkisskuldabréf fer gengi þeirra og vextir í gagnstæðar áttir. Þegar gengið fellur hækka vextirnir. Á síðustu vikum hafa vextir á írsku bréfin hækkað upp í rjáfur og þar með hafa spákaupmenn með skortstöður í þeim makað krókinn. Vextir á bréfin eru nú vel yfir 8% en það er 5 prósentustigum yfir hinum tóngefandi þýsku ríkisskuldabréfum í Evrópu. Samhliða þessu sýna tölur Data Explorers að langtímastöður fjárfesta í írskum ríkisskuldabréfum hafa minnkað um 30% frá því í apríl s.l. Þessi hópur fjárfesta, að mestu lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og fjárfestingarsjóðir á vegum hins opinbera, hefur minnkað stöðu sína úr 10 milljörðum evra í apríl s.l. niður í 6,9 milljarða í þessum mánuði.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira