Viðskipti erlent

Amazon kaupir bleyjur fyrir tæpa 60 milljarða

Amazon hefur keypt netverslunina Quidsi, sem meðal annars selur bleyjur í gegnum dótturfélag sitt Diapers.com, fyrir 540 milljónir dollara eða tæpa 60 milljarða kr.

CNN greinir frá þessu. Þar segir að auk kaupanna á Quidsi hafi Amazon einnig tryggt sér starfskrafta stofnenda netverslunarinnar, þeirra Marc Lore og Vinnie Bharara til fleiri ára. Hlutur þeirra tveggja úr þessum samningum mun nema um 200 milljónum dollara eða um 22 milljörðum kr.

Quidsi stofnaði Diapers.com árið 2005 og síðan netverslunina Soap.com fyrr í ár. Þessar netverslanir sérhæfa sig í hraðvirkri afgreiðslu á vörum sínum, bleyjum og sápum, og notar sérstakt reikniforrit til að lágmarka geymslupálss sitt.

Fram kemur í fréttinni að árið 2008 hafi netverslunin selt bleyjur fyrir 80 milljónir dollara en reiknar með því að salan í ár verði yfir 100 milljónir dollara eða um 11 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×