Viðskipti erlent

Útvarpsstjarna reyndist tugmilljarða virði

Þegar það fréttist í morgun að útvarpsstjarnan Howard Stern hefði skrifað undir nýjan samning við útvarpsstöðina Sirius XM jókst markaðsverðmæti stöðvarinnar um 300 milljónir dollara eða tæplega 35 milljarða kr.

Fjallað er um málið á business.dk. Þar segir að Howard Stern, sem er fremur umdeildur útvarpsmaður, sé með 20 milljónir hlustenda að þætti sínum á hverjum degi. Sirius XM sendir út í gegnum gervihnött til fjölda landa.

Ekki er vitað hve mikið hinn nýi samningur gefur Howard Stern í aðra hönd en samkvæmt fyrri samningi námu árslaun hans ekki minna en 1,1 milljarði kr.

Þegar Howard Stern var fyrst ráðinn til Sirius MX árið 2006 fjölgaði hlustendum stöðvarinnar um 1,2 milljón manns.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×