Viðskipti erlent

Loka þurfti spjallrásum Facebook vegna galla

Stjórnendur Facebook brugðust skjótt við þegar galli kom í ljós á þessari vinsælustu vefsíðu heimsins. Loka þurfti spjallrásum á síðunni meðan vandamálið var leyst.

Gallinn gerði það verkum að fólk á Facebook gat hlerað vini sína á spjallrásum síðunnar og einnig séð hvaða vinabeiðnir þeim höfðu borist áður en að viðkomandi samþykkti þær.

Fyrst var greint frá galla þessum á bloggsíðunni TechCrunch og fljótlega þar á eftir var spjallrásum Facebook lokað meðan unnið var að lausn vandamálsins að því er segir í umfjöllun BBC um málið.

Gallann var að finna á persónusíðunum á Facebook, það er þeim valmöguleika að geta séð hvernig síða viðkomandi leit út áður en henni var hlaðið inn á Facebook.Með því að smella ítrekað á þann hlekk gat notandinn komist inn á spjallrásir vina sinna.

Í tilkynningu frá Facebook um málið segir að hönnuðir þeirra hafi strax brugðist við þegar gallinn kom í ljós og að spjallrásirnar hafi aðeins verið lokaðar í skamman stund. Öryggissérfræðingur hjá Symantec hefur hrósað Facebook fyrir skjót viðbrögð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×