Golf

Sló ofan í holuna af 110 metra færi og fékk örn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mynd/Valur Jónatansson
Heimamaðurinn Haraldur Franklín fékk glæsilegan örn á Kiðjabergsvelli í gær. Örninn kom á fjóðru holu Íslandsmótsins eftir glæsilegt upphafshögg. Haraldur var þá enn 110 metra frá holu og tók upp 52 gráðu fleygjárnið. Boltinn flaug hátt, lenti um sjö metra frá holu, og rúllaði ofan í holuna. Glæsilegt högg heimamannsins en þetta er fjórði örninn sem sést hefur á mótinu til þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×