Stöðvuðu bardaga Valgerðar Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 17:57 Valgerður Guðsteinsdóttir og Shauna O´Keefe mættust í hnefaleikahringnum á Írlandi í kvöld Vísir/Getty Valgerður Guðsteinsdóttir, eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, laut í kvöld í lægra haldi gegn Shauna O´Keefe á stóru hnefaleikakvöldi í 3Arena leikvanginum í Dublin. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu vegna skurðar á enni Valgerðar sem hún hlaut eftir að höfuð hennar og O´Keefe skullu saman. Teymi Valgerðar ákvað að stíga inn í fjórðu lotu og láta dómarann stöðva bardagann en á þeim tímapunkti hafði Valgerður hlotið skurð á enni eftir mikil átök í þriðju lotu. Sökum stöðvunarinnar vinnur heimakonan O´Keefe bardagann á tæknilegu rothöggi og er hún þá enn ósigruð á sínum atvinnumannaferli með þrjá sigra í þremur bardögum. Þetta var hins vegar sjötta tap Valgerðar en hún hefur unnið sjö. Jafnræði var með Valgerði og O´Keefe í fyrstu lotu en í þeirri annarri náði sú írska góðu höggi á nef okkar konu svo úr því fór að blæða. Valgerður þurfti að verjast vel það sem eftir lifði þeirrar lotu. Í þriðju lotu skullu höfuð Valgerðar og O´Keefe saman með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni Valgerðar. Eftir skoðun var þó ljóst að bardaginn gæti haldið áfram. Valgerður og O´Keefe skullu hins vegar aftur saman fyrir lok lotunnar og var bardaginn næstum því stöðvaður milli þriðju og fjórðu lotu. Hugað var að skurðinum á enni Valgerðar og var hægt að búa þannig um sárið að Valgerður gat haldið áfram. En hnitmiðuð högg frá O´Keefe í fjórðu lotu sáu til þess að skurðurinn opnaðist aftur á enni Valgerðar og það var þá sem teymi Íslendingsins steig inn í og lét dómarann stöðva bardagann. Shauna O'Keefe takes home the TKO victory![ #WalshRunowski LIVE NOW on @UFCFightPass📺 | #JoshuaDubois LIVE on Saturday ] pic.twitter.com/e2td4ZNBzg— UFC (@ufc) September 20, 2024 Box Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
Teymi Valgerðar ákvað að stíga inn í fjórðu lotu og láta dómarann stöðva bardagann en á þeim tímapunkti hafði Valgerður hlotið skurð á enni eftir mikil átök í þriðju lotu. Sökum stöðvunarinnar vinnur heimakonan O´Keefe bardagann á tæknilegu rothöggi og er hún þá enn ósigruð á sínum atvinnumannaferli með þrjá sigra í þremur bardögum. Þetta var hins vegar sjötta tap Valgerðar en hún hefur unnið sjö. Jafnræði var með Valgerði og O´Keefe í fyrstu lotu en í þeirri annarri náði sú írska góðu höggi á nef okkar konu svo úr því fór að blæða. Valgerður þurfti að verjast vel það sem eftir lifði þeirrar lotu. Í þriðju lotu skullu höfuð Valgerðar og O´Keefe saman með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni Valgerðar. Eftir skoðun var þó ljóst að bardaginn gæti haldið áfram. Valgerður og O´Keefe skullu hins vegar aftur saman fyrir lok lotunnar og var bardaginn næstum því stöðvaður milli þriðju og fjórðu lotu. Hugað var að skurðinum á enni Valgerðar og var hægt að búa þannig um sárið að Valgerður gat haldið áfram. En hnitmiðuð högg frá O´Keefe í fjórðu lotu sáu til þess að skurðurinn opnaðist aftur á enni Valgerðar og það var þá sem teymi Íslendingsins steig inn í og lét dómarann stöðva bardagann. Shauna O'Keefe takes home the TKO victory![ #WalshRunowski LIVE NOW on @UFCFightPass📺 | #JoshuaDubois LIVE on Saturday ] pic.twitter.com/e2td4ZNBzg— UFC (@ufc) September 20, 2024
Box Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira